Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 97
Ráðherradagar Björns Jónssonar um. ísafold, sem kom út nokkru eptir að dómurinn kom út, gaf í skyn að ráðherra mundi áfrýja dóminum til hæstarjettar. Fimmtudaginn þ. 13. maí var dómur uppkveðinn í meiðyrðamálum, sem Björn Jónsson ráðherra hafði hafið á hendur Tryggva Gunnarssyni og Jóni Olafssyni fyrir meiðyrði. Hlaut Tryggvi 200 kr. sekt fyrir meið- yrði um ráðherra og meiðyrðin dæmd marklaus, en Jón Olafsson ritstjóri fjekk 150 kr. sekt í öðru málinu, en hinu var vísað frá sakir einhverra formlegra galla, sem flytjandi málsins af hálfu ráðherra hafði gerzt sekur í við flutning málsins. Þann sama dag var og haldin löng vitnaleiðsla í máli sem Björn Jónsson ráðherra hafði hafið á hendur Lögrjetm og Reykja- vík fyrir fregnmiða, sem blöð þessi höfðu sent út, er gaf ráðherra að sök, að hann ljeti íslenzku skrifstofuna í Kaupmannahöfn breiða út lygafregnir. Hafði málaflutningsmaður ráðherra (Sveinn Björnsson) stefnt L. H. Bjarna- son, Þorleifi H. Bjarnason, Agúst Bjarnason, Birni M. Olsen, Jóni Krist- jánssyni lagaskólakennara og Arinbirni Sveinbjarnarsyni bókbindara til þess að bera vitni um Lækjartorgsfundinn þ. 28. nóv. 1909. Umboðsmaður stefnanda lagði ýmsar spurningar fyrir þá bræður Lárus og Þorleif og stóð vitnaleiðsla Lárusar yfir í fulla 3 tíma en Þorleifs 2Vi tíma. Voru margar spurningar Sveins ærið klaufalegar, svo vitnin ljetu þeim ósvarað eða neit- uðu beint að svara þeim. En Agúst vatt sjer undan að bera vitni með skír- skotun til þess, að hann væri tengdasonur Jóns Olafssonar. Ætlaði Sveinn að virða þessa undanfærsluástæðu að vettugi og heimtaði úrskurð, en brá sjer þó áður en hann ítrekaði kröfu sína út í horn til fjelaga síns, Magnúsar Sigurðssonar málfærslumanns, og hvíslaði hann einhverju að Sveini; að því búnu hvarf Sveinn aptur að grindunum og sagði allhátt: „Að fengnum upplýsingum fell eg frá úrskurði.“ Var þá ekki laust við, að ýmsir áheyr- endur brosti. Yfirheyrsla Björns M. Olsen gekk greiðlega; en af því að þá var svo áliðið orðið (kl. langt gengin tíu), var vitnaleiðslunni sem eptir var frestað þar til 3. fimmtudags þar frá, að því er Páll lögreglu- þjónn sagði mjer. Umboðsmaður stefnanda Ijet öll vitnin staðfesta fram- burð sinn með eiði. Ohætt mun vera að fullyrða, að vitnin muni með framburði sínum hafa í öllum höfuðgreinum staðfest frásögn Lögrjettu. Aukaþingsáskorun þingmanna Ymsar samþykktir um aukaþing og mót aukaþingi má lesa í heima- stjórnarblöðunum og í Isafold og Fjallkonunni. Hirði eg ekki að geta 335
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.