Skírnir - 01.01.1947, Síða 9
Skírnir
Dróttkvæða þáttur
7
fallsins —; stundum þröngvar hann þeim inn í eitt sam-
sett orð (kaldsóttur, ísvetur). Og honum fullnægja þá
sjaldnast hversdagslegar samsetningar, sem alstaðar get-
ur að líta, hann vill helzt búa til nýjar, þróttmiklar,
oft óvæntar, stundum torskildar. I síðasta vísuorði tal-
ar hann um lífsmeiðsins rætur; lífstré er alþekkt áð-
ur, og skáldinu hefur án efa fallið í geð sú líking, því
að hún gerði lífið áþreifanlegt og sýnilegt, en hann sætti
sig þó ekki við að segja ‘lífstrésins’. sem bragurinn hefði
leyft; í stað ‘trés’ setur hann hið fágæta og skáldlega orð
‘meiður’.
Þannig er þá sambúð nábýlisorðanna í vísu Einars öll
önnur en hjá Kristjáni. Hjá Einari hefur hvert þeirra
miklu sjálfstæðari tilvist, hvert rís gegn öðru með nokk-
uru móti, en þó lúta þau öll fyrirætlan skáldsins, og þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, er hver setning ein heild, og
allar setningarnar mynda svo enn stærri heild, vísuna. Er
þá sem vísan magnist við andspyrnu orðanna hvers við
annað. Streitu hefur Guðmundur Finnbogason kallað þessu
líkt fyrirbrigði í tónlistinni.
Sigurður Kristófer Pétursson hefur á einum stað í bók
sinni Hrynjandi íslenzkrar tungu rætt um hljóðmagn
sagnorða, sem lenda á áherzlulausum stöðum í vísum;
sum eru svo fyrirferðarmikil, að það er líkt og þau rúm-
ist varla, og kallar Sigurður þau raddstríð; önnur hlýða
þegar kröfu bragarins, og kallar Sigurður þau raddþýð.
í líkingu við þessi orð mætti ef til vill finna nöfn á þeim
tveim stíltegundum í skáldskap, sem dæmi voru nefnd
um; kalla ég þá vísu Kristjáns blæþýðci, en vísu Einars
blæstríða.
II
Ef litið er á dróttkvæðin frá því sjónarmiði, sem nú var
nefnt, er fljótgert að átta sig á þeim. Þau eru mjög blæ-
siríð kvæði, og mikill skyldleikur er með þeim og kveð-
skap Einars Benediktssonar, svo að sumt af því, sem talið