Skírnir - 01.01.1947, Síða 10
8
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
var til einkenna á vísu hans, má líka finna í dróttkvæð-
um. Ég skal nú hér á eftir ræða um nokkur atriði drótt-
kvæðanna og hafa þá að áttavita þær athuganir, sem nú
voru gerðar á blæstríðum og blæþýðum kveðskap.
Eitt aðaleinkenni dróttkvæða er skáldamálið, en þar
kveður aftur mest að tveimur flokkum, heitum og kenn-
ingum. Hvorttveggja þekkist úr eddukvæðum og forn-
kvæðum annara germanskra þjóða, en dróttkvæðaskáldin
hafa þó haft alveg sérstakt yndi af þessu.
Heiti kalla menn orð, sem lítt eða ekki eru viðhöfð
nema í skáldskap, svo og alþekkt orð úr mæltu máli, sem
í skáldskapnum eru notuð í annari merkingu en þau eru
vön að hafa. Mikil notkun heita miðar vitanlega að því
að gera skáldskapinn frábrugðinn daglegri ræðu að orð-
færi, gera hann veglegri, hátíðlegri eða áhrifameiri, þar
sem orð hans eru ekki eins slitin af hversdagsnotkun.
Þetta er þá líkt því, þegar Einar Benediktsson vill heldur
segja lífsmeiður en lífstré.
Til þess að átta sig betur á áhrifum heitanna í kveð-
skapnum er gott að líta á ýmsar tegundir þeirra. Flest
eru þau samnöfn, og má skipta þeim í ýmsa flokka eftir
eðli og uppruna. Stöku sinnum nota fornskáldin útlend
tökuorð fyrir heiti, svo sem þegar Kormákur kallar goðin
día, en það er úr írsku. Slík orð eru ókunnugleg að blæ, og
er það helzta gildi þeirra. Þá koma fyrir svokallaðar hálf-
kenningar, eins og þegar skáld kallar konu Hlín eða tróðu,
í staðinn fyrir gúlls Hlín og gulls tróðu, en naumlega
munu hálfkenningar koma fyrir nema í ungum kvæðum,
og er engin bragar-bót að þeim, heldur eru þær efalaust
hnignunarmerki á skáldskapnum.
Miklu merkilegri eru þrír aðrir flokkar heitanna, og
teljast miklu fleiri heiti til þeirra. Skal þar fyrst nefna
ungleg, skáldleg orð, sem mörg hver munu vera búin til
af skáldunum, flest þeirra eru samsetningarorð eða orð
búin til með afleiðsluendingum. Þetta eru orð eins og
eygló, fagrahvel, líknskin (allt nöfn á sólinni) ; ártali
(tungl); hliðþornir, skýdrúpnir (himinn) ; skúrván, vind-