Skírnir - 01.01.1947, Qupperneq 11
Skírnir
Dróttkvæða þáttur
9
flot, f agrlimi; lýsingarorðs-samsetningar eru alskír,
ígræn; glær, órór (sjór), o. s. frv. Mörg þessara orða eru
ágætlega fögur og skáldleg, og þótt þau komi aldrei fyrir
í vanalegu máli, eiga þau samt heima í blæþýðum skáld-
skap. Þau hafa fallið Jónasi Hallgrímssyni vel í geð mörg
hver.
Mörg heiti eru gömul orð, sum samgermönsk eða enn
eldri, sem einkum eða eingöngu hafa varðveitzt í skáld-
skap, orð eins og funi, fúrr, hyrr (eldur); marr, ver
(sjór); hjörr, mækir (sverð) o. s. frv. Mér er sem þessi
orð veiti sýn inn í mál fornra og frumstæðra tíma, sem
var fram úr hófi auðugt af orðum hlutrænnar merkingar,
líkt og þegar íslenzkan á til orðin skott, rófa, hali, tagl,
dindill, stél, sporður (en raunar ekkert sameiginlegt orð
um þetta), þar sem flest nútíðarmál hafa eitt orð um það
allt. Slíkt mál verður furðu blæbrigðaríkt á þeim sviðum,
sem það nær yfir, og má sem dæmi þess nefna, hve ís-
lenzkt sveitafólk, einkum hið eldra, kann vel að lýsa veðri.
Hið forna mál germanskra þjóða hefur átt birgðir af slík-
um orðum, og hefur hvert þeirra verið viðhaft, þegar svo
sérstaklega stóð á, að það ætti við, og ef notkun þess gerð-
ist almennari, varðveitti það þó sérstakan blæ eða auka-
merkingu. Enn í dag er funi í merkingunni bráður hiti,
og ef skáld, hvort heldur til forna eða nú, hefði það um
eld, mundi það þó vera litað af hinni merkingunni. Áhrif
þessara orða í skáldskap fer því mjög eftir blæ þeirra;
hvort þau hafa varðveitt eitthvað af hinni fornu auka-
merkingu, eða öðlazt ef til vill nýjan blæ í ágætum skáld-
skap. Hið fyrra gerir orðið blæstrítt, hið síðara veitir því
ljóma.
Loks er þá fimmti flokkur heitanna, en það eru orð,
sem til eru í daglegri ræðu, og stundum algeng, en skáld-
in grípa þau og nota í annari merkingu. Þessi heiti koma
dróttkvæðaskáldunum meira við en hin fyrrnefndu, því
að sum orð hafa eflaust orðið heiti fyrir tilverknað þeirra.
Brúður er gamalt orð og táknar í fornu máli sama og nú,
í gotnesku táknar það unga konu; hvort upphaflegra er,