Skírnir - 01.01.1947, Page 24
22
Einar ÓI. Sveinsson
Skírnir
hátt of hafbeittum
hjálmi skersálma.1)
Ekkert orð þessa vísuhelmings er upplitað eða mergsogið.
Öll orka þau á áheyranda með frumkrafti skynjanarinn-
ar. Þetta er góður skáldskapur. En hann er blæstríður.
Skáldið fær kynlegan mishljóm með því að láta svanvengis
snótir syngja skersálma. Hafið er hér eins og annarstaðar
í fornum veraldlegum kveðskap ókristið; öldurnar eru
kallaðar hafs snótir, sbr. Ægisdætur; tengsl orðanna eru
heiðingleg, en goðafræði og sambandið við jötunheima er
þó ekki meiri en svo, að það þokar fyrir eins konar hlut-
lægni; sjálft náttúrufyrirbrigðið, kalt og eyðilegt, drottn-
ar, og veldur því ekki sízt orðið sker. En þessar snótir
syngja sálma. Fjarri fer því, að skáldið hugsi sér öldurn-
ar lofa skapara sinn, eins og fuglarnir í vísu Sigurðar
Breiðf jörðs:
sólar vanga syngja hjá
sálma langa og marga.
Þær syngja þvert á móti ‘sálma, ef sálma skyldi kalla’:
skáldið leikur sér að því að láta þetta háleita orð tákna
brimgnýinn. Til að herða á segir hann, að snótirnar eru
raustljótar. Hin sundurleitu orð ‘sker’ og ‘sálmar’ veita
hvort öðru andspyrnu, en þau eru njörfuð saman.
Einar skálaglamm notaði sömu mynd úr náttúrunni,
þegar hann var að ræða um kveðskap sinn. Það var í Vell-
eklu, löngu fyrr. Hann segir:
Eisar vágr fyr vísa,
— verk Rögnis mér hagna, —
(þýtr Óðróris alda)
aldrhafs (við fles galdra).
Ég tek hér saman: Eisar vágr aldrhafs fyr vísa, og hugsa
mér, að Einari hafi komið hugmyndin um aldurhafið frá
aldurteigi Egils:
1) Fylgt texta og skýringu Jóns Helgasonar. Hdr. hefur serk-
sálma, en vegna ljóðstafasetningar er breytingin nauðsynleg.