Skírnir - 01.01.1947, Page 28
26
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
honum líka heim sanninn um, að goðsagan mundi vera á
réttum rökum byggð: skáldskapur sem þessi hlaut að ein-
hverju leyti að vera jötnakyns.
VII
Um orðskipun dróttkvæðanna kann ég fátt gott að segja.
Orðfærið kann ég að meta, en orðskipunina ekki. Að vísu
er mér fullljóst, að þar er ekki allt gert af handa hófi. Og
nógu kynleg áhrif hefur orðskipunin stundum. Egill segir
í Sonatorreki:
Þó mank mitt
ok móður hr0r
föður fall
fyrst of telja.
Er ekki því líkast, sem Egill hefði ætlað að telja hér fyrst
föður og síðan móður, en í miðri setningunni hefði það þó
brotizt fram, sem honum hafði verið sárara, dauði móður
hans? Svipað dæmi er hjá Braga:
Báru 0xn ok átta
ennitung-1, þars gingu
fyr vineyjar viðri
val[l]rauf, fjögur haufuð.
Skáldið er að lýsa myndinni á skildinum, gjöf Ragnars
konungs. Það sér nautin draga plóginn, rjúkandi af erfið-
inu, þau snúa að honum höfðum, og því tekur hann fram,
hve mörg þau voru. En áður en hann hefur lokið að segja
frá höfðunum, er hann farinn að tala um það sem mesta
athygli hans vekur: ennitunglin. Ef til vill voru augu
nautanna mörkuð á skjöldinn með frumstæðri ýkju, svo
að þau drógu sérstaklega að sér athygli hans, og honum
datt í hug tungl í fyllingu.
Ekki er ráð að skýra þetta fyrirbrigði alstaðar eins og
hjá þessum höfuðskáldum. Stundum kann eftirherman að
ráða, stundum rímkreppa.
Lítum næst á einn vísuhelming Skáld-Refs: