Skírnir - 01.01.1947, Page 39
Skírnir
Leikfélag andans
37
us til jafnlengdar 1874. Einmitt þetta vor (13. marz 1874)'
gerir Lárus harða hríð að Kveldfélaginu, sem hann telur
„ekki eiga sér viðreisnar von, eins og það nú sé saman-
sett“, og fær samþykkt, með 10 atkvæðum gegn 7, að stúd-
entum í bænum sé boðin innganga í félagið. Á næsta fundi
(10. apríl) gengu svo 8 stúdentar í félagið, en eftir 22.
maí falla fundargerðir niður. Má ætla, að þá taki við hin-
ar glötuðu fundarbækur Hins íslenzka stúdentafélags.
3.
„Störf félagsins hin almennustu skulu vera þessi: Á
samkomum ræða menn um fróðleg og vísindaleg efni; ut-
an samkoma rita menn ritgjörðir í sömu átt, semja leik-
rit og ævintýri, setja lög við innlendan kveðskap o. s. fr.“
I endurbættum lögum er nokkuð nánar kveðið á um verk-
efni félagsins. Á fundum ræða menn „fróðleg og vísinda-
leg efni, þannig að annaðhvort draga menn skriflegar
spurningar eða halda dispútatíur eða hafa söngskemmt-
anir. — Utan funda setja menn lög við innlendan kveð-
skap, semja ritgjörðir, smásögur, leikrit, ævintýri, kvæði,
skáldsögur, ferðasögur, héraðalýsingar, lýsingar á hátt-
um manna og sveitabrag, gátur, fyrirburðasögur, loft-
sjónalýsingar og sérhvað annað, er að þjóðlegum fróðleik
og þjóðlegri fegurð lýtur“.
Svona lagagreinir gerast ekki í neinum hversdagsfélög-
um. Hér er ekkert verið að skera utan af því, sem ménn
eiga að starfa utan funda. Vér getum vel kímt að allri
greininni og einkum „loftsjónalýsingum, sem lúta að þjóð-
legri fegurð“, en hvert orð greinarinnar er sagt í alvöru
cg að yfirlögðu ráði, enda liggur eitthvað eftir félags-
menn í flestu því, sem greinin telur upp, að loftsjónalýs-
ingunum ógleymdum.
Eftir félagslögum skyldu fundir hefjast á hausti í októ-
ber, en síðasta vorfund átti félagið á Jónsmessukveld. Er
svo að sjá, að þá hafi menn haft glaðning við drykk og
aðra skemmtan, en annars var hófsemi og regla á fund-