Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 40
38
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
um. Beinlínis er ákveðið í lögunum, að slíta beri fundi, ef
einhver félagsmaður mætir drukkinn og vill ekki víkja af
fundi með góðu. Á öðru ári félagsins er samþykkt „með
atkvæðafjölda, að félagsmenn forðuðust framvegis að
reykja á fundum“. Fundir voru haldnir hvert laugardags-
kveld frá fyrsta haustfundi til marzloka, en síðan annað
hvert. Á þessu varð misbrestur, eins og gengur, en iðnir
hafa menn verið við fundarsóknina, sem sjá má af fundar-
gerðunum, en fátt til yndis í frístundum í Reykjavík þá
og enda hin hörðustu viðurlög, ef brugðið var frá fundar-
sókn eða komið of seint á fund, nema tilkynnt væru gild
forföll. Voru fjársektir tíðar, og safnaðist talsvert fé í
félagssjóð á þennan hátt. Ársgjaldið var ríkisdalur á
mann. Þegar frá leið, kom félagssjóður í góðar þarfir.
Félagsmenn fengu smálán, þegar þeim lá á peningum, og
styrkir voru veittir til útgáfu bóka, blaða eða annarra
hluta, sem félagsmönnum þótti menningarbragur að. —
Fundir voru haldnir hjá Jónasi E. Jónassyni faktor fyrsta
árið, annað árið að mestu hjá Óla Finsen, en í marz 1862
fékk félagið fundarherbergi í barnaskóla bæjarins út á
nafn Eiríks Magnússonar, og voru fundir þar síðan.
Fundarefni var ekki ætíð stórvægilegt. Oft var dregið
um spurningar á seðlum og þær heldur hégómlegar, en
markverðari spurningar til umræðna voru valdar af þar
til kjörnum mönnum, sem lögðu fram spurningalista sinn
áður fundir hæfist á haustin. Gerðust þá sumir frummæl-
endur eftir upplagi og málefnum, en aðrir voru skipaðir
til að andmæla. Spurningalistar’ nokkurra ára eru til, og
kennir þar margra grasa, en ekki komust félagsmenn yfir
að ræða öll mál á sumum listunum. Themata disputanda
1872-73 voru 60 talsins, þar á meðal spurningar eins og:
Hefur ríkið rétt á að refsa með dauða? Gæti háskóli þrif-
izt á íslandi? Hvernig á að fara að laga Bókmenntafélag-
ið in capite & membris? Hvernig er hagkvæmast að haga
og efla alþýðumenntun á íslandi ? Internationale og social-
istarnir. Hvernig ætti lífi stúdenta í Reykjavík að vera
háttað? Getur nokkuð gott komið frá Kaupmannahöfn?