Skírnir - 01.01.1947, Qupperneq 46
44
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
Sum þessi mál og önnur, sem til umræðu voru í Kveld-
félaginu, komust'síðar á dagskrá hjá þjóðinni og til fram-
kvæmda, en aldarkaflann, sem félagið var uppi, blés sann-
arlega ekki byrlega fyrir framfaramál í menningarlegu
og efnalegu tilliti. í stjórnmálunum var allt á bullandi
kafi í fjárkláðanum, og það svo, að sjálfur forvígismaður
þjóðfrelsisbaráttunnar, Jón Sigurðsson, var felldur við
forsetakjör á Alþingi 1859, vegna þess að hann vildi lækna
kláðafé, en ekki skera allt niður. Það verður Kveldfélag-
inu ávallt til sæmdar talið, að fjárkláðinn komst þar aldrei
verulega á dagskrá. Á hinn bóginn voru fáir aldarkaflar
„fjörminni og meira niðurgrafnir í fjárdrátt og sálar-
laust vafstur en þessi, sem núna stendur yfir“, skrifar
Steingrímur Thorsteinson vini sínum Sigurði málara
haustið 1868, „og svo má heita, að hið trúarlega og skáld-
lega sé lagzt fyrir óðal, nema hvað menn eru að tyggja
upp þetta gamla, og reyni menn til að skapa eitthvað nýtt,
þá vantar þar í allan kraft og flug, sem von er, því tímans
visna grein getur ekki borið neinn paradísarávöxt“.
Það ræður af líkindum, að margt var að vinna fyrir þá,
sem höfðu sett sér að vekja innlent menntalíf, þegar aldar-
farið var ekki glæsilegra. Það vekur í raun og veru furðu,
hve félagið kom mörgu góðu og nytsamlegu til leiðar, þó
ekki sé allt stórvægilegt, sem eftir það liggur. Á hinn bóg-
inn verður að fallast á, að árangur félagsins er beinlínis
stórkostlegur, ef því er gefinn hlutur í verkum ýmissa
hinna „siðmenntuðu ungmenna“, sem stigu svo að segja
fyrstu spor sín á braut skáldskapar og fagurra mennta
innan félagsins. Skáldin Matthías Jochumsson, Kristján
Jónsson og Jón Ólafsson eignuðust fyrstu tilheyrendur
sína á kveldfundum félagsins. Félagið stóð að sýningunni
á „Útilegumönnum“ Matthíasar 1862; allir leikendur voru
félagsmenn, nema Arnljótur Ólafsson og kvenfólkið. Það
styrkti útgáfu Kristjánskvæða (1872), og það veitti Jóni
Ólafssyni lán til að hefja einhvern lengsta og merkasta
blaðamannsferil á íslandi með Göngu-Hrólfi 1872. Tón-
skáldin Jónas Helgason og Sveinbjörn Sveinbjörnsson