Skírnir - 01.01.1947, Síða 47
Skírnir
Leikfélag andans
45
voru báðir félagsmenn, en ekki er getið um tónsmíðar
þeirra, meðan þeir voru í félaginu. Skáldsagan ,,Aðal-
steinn, saga æskumanns“ kemur út þremur árum eftir að
félagið er liðið undir lok, fyrsta skáldsaga í sínum flokki
á íslandi, önnur á eftir „Manni og konu“, en höfundurinn,
síra Páll Sigurðsson, var félagsmaður, meðan hann var
við nám í Prestaskólanum. Þannig mætti ýmislegt fleira
telja, en það er sérstakt rannsóknarefni að rekja til fé-
lagsins þræði, sem kunna að liggja frá því í ýmissar áttir.
Hér verður aðeins talið það, sem félagið starfaði og fært
er til bókar í fundargerðum.
Félagið lét það verða eitt sitt fyrsta verk að leggja fé
til minnisvarða á leiði Sigurðar Breiðf jörðs í Reykjavíkur-
kirkjugarði. Sigurður Guðmundsson málari hafði forustu
verksins, og er þess að minnast, að félagið var leynilegt
og ekkert starf var unnið 1 nafni þess sjálfs. Það var
fallega og myndarlega af stað farið, en miklu betra var
það samt, að félagið sýndi minningu skáldsins ræktar-
semi einnig á annan hátt. Á fundi 1. nóv. 1862 var ákveð-
ið að safna til ævisögu Sigurðar Breiðfjörðs, og á útmán-
uðunum sama vetur var samþykkt að greiða „Hannesi
Erlendssyni skósmið í Reykjavík 3-4 rdl. fyrir að skrifa
upp allt, sem hann vissi um kunningja sinn Sigurð Breið-
fjörð“. Um vorið (29. maí) eru þessi gögn komin til Gísla
Magnússonar skólakennara, sem var falið að yfirlíta þau.
Það varð samt Jón Borgfirðingur, sem tók saman og gaf
út æviminningu Breiðfjörðs 1878, en styrk til útgáfunnar
fékk hann af sjóði Kveldfélagsins, sem þá var að vísu liðið
undir lok. Jón var kosinn félagi haustið 1865, og er það
upphaf ritferils hans eða fræðimennsku, að hann sýndi
þeim kveldfélögum minnisgreinir sínar um prentsmiðjur
og prentara á íslandi, en þeir hvöttu hann til að gefa,
þær út.4)
í fundargerð miðvikudaginn 8. október 1882 er athuga-
semd, sem veita má athygli. Þar segir: „Varaforseti Jón
Árnason veitti félaginu að gjöf hið fyrsta bindi af ís-
lenzkum þjóðsögum og æfintýrum, er hann hefur safnað“,