Skírnir - 01.01.1947, Síða 49
Skírnir
Leikfélag andans
47
1868. — Áður er getið Kristjánskvæða og útgáfu þeirra,
sem félagið studdi með peningaláni til Jóns Ólafssonar.
Kristján hafði flutt kvæði sín á félagsfundum og ánafnað
þau félaginu að sér látnum. Annað höfuðskáld félagsins
naut og stuðnings þess til að koma fyrstu ritum sínum á
framfæri. Þess var getið, að félagið stóð að sýningunni
á „Útilegumönnum“ Matthíasar Jochumssonar og átti
þannig sinn þátt í því, að þjóðin fékk hin fyrstu kynni af
skáldinu. Leikritið kom út 1864, en þess er ekki getið, að
félagið hafi haft afskipti af útgáfunni. Hins vegar lánaði
félagið Matthíasi 50 rdl. til að gefa út Friðþjófssögu
Tegnérs, sem hann hafði þýtt og lesið upp á félagsfund-
um. Tveir félagsmenn, Árni Gíslason leturgrafari og Sig-
urður málari, voru Matthíasi auk þess hjálplegir við út-
gáfu bókarinnar. I henni eru tvær myndir, en „síðan í tið
Guðbrands biskups hafa ekki myndir verið prentaðar á
íslandi“, skrifar Matthías vini sínum Steingrími Thor-
steinsyni 6. maí 1866, og „er það furða, hvað þessum
Árna hefur tekizt í fyrsta sinni; hann er lögregluþjónn
bróður þíns, signetgrafari beztur á íslandi (autodidac-
tos), skáld mikið af sjálfum sér og vinur minn mikill, að
öðru leyti ofan úr sveit, austan undan Heklu, líklega fædd-
ur undir skjáglugga, að minnsta kosti orðið að farr. út til
þess að fá hugmynd um fegurð. Sigurð okkar þekkir
þú —“.5)
Á fundi 5. nóv. 1866 hafði Eiríkur Briem framslgu um
Forngripasafnið. Sagði hann sögu safnsins og nefndi Sig-
urð Guðmundsson málara sem hvatamann að stofnun þess,
en Helgi prestur á Jörva hefði fyrstur gefið til þess. Á
þessum fundi kom til orða, að félagið léti prenta skýrslur
Sigurðar Guðmundssonar um safnið, en það þótti, þegar
til kom, „heldur of langt frá stefnu og ástæðum félags-
ins“, og var horfið að því, að skipa nefnd til zS knýja á
stjórnina og brýna landsmenn til að styðja safnið. Bók-
menntafélagið gaf skýrslurnar út 1868, en framhaldsum-
ræður í Kveldfélaginu 29. nóv. og 7. des. 1886 leiddu til
þess, að samþykkt var „að láta prenta áskorun í boðs-