Skírnir - 01.01.1947, Page 50
48
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
bréfsformi til samskota handa Forngripasafninu, og láta
prenta á félagsins kostnaS viðaukablað við Þjóðólf, Yl örk
með 3 petitdálkum, um gjafir“. Framkvæmdir urðu í
þessu efni,a) og skiptu félagsmenn með sér verkum við
söfnunina á fundi 18. jan. 1867, en það er skemmst að
segja, að bæði fyrr og síðar studdi félagið Forngripasafn-
ið af fremsta megni og kenndi mönnum að meta það að
verðleikum.
Nokkrum sinnum skaut þeirri hugmynd upp, að félagið
héldi úti blaði, jafnvel dagblaði. Fyrstur stakk Jón Borg-
firðingur upp á því 1865, að félagið gæfi út tímarit, og
vildi hann nefna það Ganglera. Ekkert varð samt úr því,
en næst er borin upp tillaga í febrúar 1871 þess efnis, að
félagið gefi út dagblað. Tillögumenn voru Eiríkur Briem
og Helgi E. Helgesen. Samþykkti fundurinn boðsbréfið
um blaðið, en skömmu síðar kom Jón Guðmundsson rit-
stjóri Þjóðólfs að máli við Helga og bauðst til að selja
honum Þjóðólf. Helgi bar það undir félagið, hvort það
vildi kaupa, en nú brá svo við, að félagsmenn, sem höfðu
fordæmt Þjóðólf og talið hann einskis nýtan eins og hon-
um var stjórnað, treystust ekki til að ganga inn í kaupin,
enda þótt Eiríkur Briem benti réttilega á, að kaupenda-
tala blaðsins væri mikils virði. Hjaðnaði nú niður áhugi
manna fyrir blaðaútgáfu, en samt veitti félagið Jóni
Ólafssyni í ársbyrjun 1873 allríflegan styrk, eða lán, til
að halda úti Göngu-Hrólfi.
Á sviði leiklistarinnar urðu áhrif félagsins hvað mest,
og má enda segja, að leiklistin í höfuðstað landsins búi að
þeim enn. Þegar rætt er um afskipti Kveldfélagsins af
leiksýningum í Revkjavík á árunum 1860—1874, má ekki
gleyma því, að þar var til forustu Sigurður Guðmundsson,
maður, sem kunni betur skil á leiklist og öllu, sem að leik-
list laut, en flestir ef ekki allir samtímamenn hans hér á
landi. Beinna afskipta félagsins af leiksýningum er hvergi
getið í fundarbókunum, og félagið var fjarri því að vera
leikfélag í venjulegum skilningi. En þeir félagar voru
allir „gagnteknir af þeirri hugsun, að leikir, bæði gleði-