Skírnir - 01.01.1947, Side 57
Skírnir
Leikfélag andans
55
samstarfsmenn Helga í Lestrarfélaginu, en Hoskjær þessi
hafði skrifað hin freklegustu meiðyrði um Jón Sigurðs-
son í Dagblaðið danska, og stefndi Jón ritstjóra blaðsins
fyrir. En Jón Sigurðsson vissi ekki um Kveldfélagið, þó
að undarlegt megi virðast. Sumir beztu stuðningsmenn
hans voru í félaginu, og forseti þess var reiðubúinn til að
taka svari Jóns Sigurðssonar, ef honum þótti á hann hall-
að. Á fundi 14. febr. 1873 var rætt um Þjóðvinafélagið
og einkum lög félagsins eða það ákvæði laganna, sem gaf
forseta félagsins (Jóni Sigurðssyni) vald til að tilnefna
meðstjórnendur sína. Þá flutti Helgi merkilega ræðu og
sagði meðal annars: „Mér hafa þótt lög þessi ófrjálsleg,
en nú er ég kominn á nokkuð aðra skoðun. Samband ís-
lendinga og Dana er eins og Gyðinga og Egyfta. Jón Sig-
urðsson (Móses) hefur vakið oss til þjóðernistilfinning-
ar. Ég hef verið hálfvolgur í þessu máli. Jón Sigurðsson
hefur verið að uppala íslendinga til að verða frjálsir.
Hann hefur átt við að stríða vanþekkingu, deyfð, eigin-
girni, þrællyndi og öfund íslendinga. Ef einhver mikill
maður kemur fram, þá koma blóðsugurnar og ætla að
drepa hann. Af því hann er hataður, þá finn ég ástæðu
til þess að álíta hann enn meiri mann. Það er hörmulegt
að heyra menn, sem rífa allt í sundur, vilja eyðileggja
þetta (Þjóðvinafélagið) eins og annað. Ef maður lítur á,
hvernig fólkið er, þá er ástæða til að setja kraft í félagið
með þessum lögum.“
Ekki er annað að sjá en að sæmileg frændsemi hafi
verið með Jóni Sigurðssyni og Helga. Þegar Jón sat á Al-
þingi, bjó hann eftir 1872 hjá Helga, en hafði áður ávallt
búið hjá Jens rektor, bróður sínum, en hann dó það ár. —
Helgi kvongaðist árið eftir, átti Magdalenu Jóhannesdótt-
ur Zoéga, ekkju Lichtenbergs skipstjóra í Kaupmanna-
höfn. „Beiddi hann hennar héðan skriflega,“ segir Grön-
dal, „en hún tók því strax; voru samfarir þeirra góðar.“
Úr þessari sögu er Helgi, þegar Kveldfélagið leið, en þess
má geta, að eftir 1874 og til 1881 var Helgi aðalleiðbein-
andi við sjónleika hér í bænum.