Skírnir - 01.01.1947, Side 60
58
Láius Sigurbjörnsson
Skírnir
Á tveimur fundum var þjóðhátíðarviðbúnaðurinn á dag-
skrá. „Vér sýnum mestan drengskap á þjóðhátíðinni, ef
vér kveykjum líf og fjör hjá þjóðinni, sem hana mjög
vantar,“ sagði séra Lárus Halldórsson, og lagði hann til,
að hátíðarskapið yrði notað til að safna fé til kaupa á
gufuskipi til strandferða kringum landið. „Þeirri hug-
mynd fylgi ég til síðasta blóðdropa," sagði Matthías Joch-
umsson. Sigurður Guðmundsson féll frá fyrri hugmynd
sinni um Ingólfsvarða „og er hún þó spursmálslaust rétt-
ust“, en vildi í stað þess safna fé til að koma upp húsi
fyrir Forngripasafnið. Hátíðarskapið fleytti þessum mál-
um skammt, svo sem kunnugt er, og í lok síðasta fundar
félagsins, 22. maí 1874, er líkt og það renni allt í einu upp
fyrir félagsmönnum, að það dragi skammt að ræða mikil
þjóðmál með leynd í þröngum hópi. Þeir halda að sér
höndum. Þeir fela alla sína forsjá utanfélagsmanni. Þeir
samþykkja að velja menn í nefnd „til að hvetja Halldór
Friðriksson til framkvæmda til þjóðhátíðar“. Fundi slitið.
Tilvitnanir.
1) Stofnendur félagsins voru: Helgi E. Helgesen guðfræðingur,
síðar barnaskólastjóri í Reykjavík, Eiríkur Magnússon gnð-
fræðingur, síðar bókavörður í Cambridge, Steinn Steinsen guð-
fræðinemi, 1862 aðstoðarprestur á Hofi i Vopnafirði, Þorvald-
ur Jónsson Guðmundssonar ritstjóra, læknanemi, síðar héraðs-
læknir í norðurhéraði Vesturamtsins, ísleifur Gíslason guð-
fræðinemi, síðar prestur í Arnarbæli í Ölfusi, Jakob Björnsson
guðfræðinemi, 1861 aðstoðarprestur í Sauðlauksdal, Brandur
Tómasson guðfræðinemi, vígður til Einholts 1862, L. A. Knud-
scn verzlunarmaður, Eyjólfur Jónsson guðfræðinemi, seinast
prestur í Arnesi, Sigurður Guðmundsson málari, Markús Gísla-
son guðfræðinemi, aðstoðarprestur í Stafholti 1862 og síðar
prestur þar og víðar, Ole Finsen, verzlunarmaður, síðar póst-
meistari. A fyrsta fundi gengu í félagið: Þorsteinn Egilsen
guðfræðinemi, síðar leikritahöfundur og kaupmaður í Hafnar-
firði, og Jónas E. Jónasson faktor. A sama fundi var samþykkt
að bjóða inngöngu í félagið Jóni Arnasyni stúdent og Arna
Gíslasyni leturgrafara. A vorfundi sama ár gengu í félagið
tveir skólapiltar: Matthías Jochumsson og Hallgrímur Sveins-
son, síðar biskup.