Skírnir - 01.01.1947, Síða 62
Ólafur Björnsson
Jón Sigurðsson
og stefnur í verzlunarmálum
Þótt meira hafi líklega veriö ritað um Jón Sigurðsson
og störf hans en nokkurn íslending annan, er mér eigi
kunnugt um, að tilraun hafi verið gerð til þess að kryfja
það til mergjar, hvaða þjóðmálastefnur hafi haft mest
áhrif á lífsskoðanir hans, að því er ráðið verður af ræð-
um hans og ritum.
f þessari grein verður að vísu eigi leitazt við að gera
svo yfirgripsmiklu efni skil, enda telur höfundur sig skorta
til þess næga sögulega þekkingu, heldur verður hér aðeins
drepið á þá hlið þessa máls, er að verzlunarmálunum og
afskiptum Jóns Sigurðssonar af þeim snýr.
Verzlunarmálin voru, sem kunnugt er, eitt hinna mörgu
þjóðmála, er Jón Sigurðsson lét mjög til sín taka, bæði á
Alþingi og í ritum sínum. Verður hér leitazt við að gera
nokkra grein fyrir þeim stefnum og sjónarmiðum, er mest
virðist gæta í ræðum og ritum hans um þessi málefni. Þó
er mér ljóst, að ég hef eigi haft nægan tíma til þess að
kynna mér gaumgæfilega allar þær heimildir, sem til
munu vera um þetta atriði, þannig að loku er síður en
svo skotið fyrir það, að rök kunni að mega færa fyrir
öðrum niðurstöðum en þeim, er hér verður komizt að, og
væri ekki nema gott eitt um það að segja, ef grein þessi
yrði einhverjum öðrum hvöt til þess að taka efni þetta til
ýtarlegri rannsóknar en ég hef haft tök á við undirbún-
ing þessarar greinar, og það þótt niðurstöður slíkra at-
hugana yrðu aðrar en þær, er ég hef komizt að.
Um það bil, er Jón Sigurðsson kemur fram á sjónar-
sviðið, var högum íslendinga í verzlunarmálum þannig