Skírnir - 01.01.1947, Síða 64
62
Clafur Björnsson
Skírnir
miðið er aðeins að gera grein fyrir þeim stefnum í verzl-
unarmálum, er mest áhrif má ætla að hafi haft á Jón Sig-
urðsson.
Um þetta leyti, eða raunar nokkru fyrr, höfðu í ná-
grannalöndum vorum orðið straumhvörf á sviði verzlunar-
stefna. Merkantilismanum, sem hafði verið ríkjandi verzl-
unarstefna í Evrópu á 17. og mikinn hluta 18. aldar, tók
að hnigna fyrir aldamótin 1800, en í stað hans ruddi sér
til rúms stefna frjálsrar verzlunar, eða líberalisminn svo-
kallaði. Einn liður hinnar merkantilistisku stefnu var í því
fólginn, að lönd þau, er nýlendur áttu eoa aðrar hjálend-
ur, einokuðu verzlunina við þau. Var það meðal annars
gert í þeim tilgangi, að hagnaður af þessum viðskiptum
rynni í vasa innlendra manna, en ekki erlendra. Einok-
unarverzlun Dana á íslandi var rekin í anda hinnar
merkantilistisku stefnu, en ekki verður beinlínis um það
fullyrt, hvort það hefur verið fyrir áhrif hinnar frjáls-
lyndu verzlunarstefnu, sem einokuninni var aflétt. Hinn
ötuli forvígismaður íslendinga í baráttunni gegn einok-
uninni, Skúli fógeti, var þó talinn aðhyllast kenningar
merkantilismans, og má líta á baráttu hans fyrir því að
koma á fót innlendri iðnaðarstarfsemi sem eins konar ís-
lenzkan merkantilisma.
Þegar Jón Sigurðsson kemur fram á sjónarsviðið, er
hin frjálslynda viðskiptastefna mjög tekin að ryðja sér
til rúms í Vestur- og Norður-Evrópu, þar á meðal í Dan-
mörku, sem var meðal fyrstu ríkjanna, er gerðust til þess
að afnema hina merkantilistisku tollalöggjöf og greiða
þannig götu frjálsrar verzlunar (tollalögin dönsku frá
1797). Jón Sigurðsson aðhylltist hina frjálslyndu verzl-
unarstefnu. Að vísu gætir þess ekki mjög í ritum hans um
stjórnmál og atvinnumál, að hann hafi lagt sig sérstak-
lega fram til þess að kynna sér hagfræði og alþjóðlegar
þjóðmálastefnur. Fræðileg áhugaefni hans voru aðallega
sögulegs eðlis, og eins og fyrr getur, var þekking hans á
sögu íslands það vopnið, sem hann beitti mest og með
beztum árangri í baráttu sinni fyrir frelsi íslands. Frá