Skírnir - 01.01.1947, Page 68
66
Ólafur Björnsson
Skírnir
vegir dafna, og þegar sýnt er, að líkindi eru til, að verzl-
un Danmerkur sjálfrar við ísland muni ekki minnka,
allrasízt til langframa, heldur muni verzlunarfrelsið verða
kaupmönnum sjálfum til eins mikilla hagsmuna og lands-
mönnum, þá er auðsætt, að slíkar viðbárur [þ. e. að Dan-
mörk myndi bíða tjón, ef algeru verzlunarfrelsi yrði kom-
ið á á íslandi] eru einskis virði“.
Þó að Jón Sigurðsson beiti þannig, eins og tilvitnanir
þessar sýna, rökum fríverzlunarstefnunnar með festu og
skarpleik máli sínu til stuðnings, er þó aðaluppistaða
greinarinnar, svo sem venja hans var, söguleg gagnrýni
á verzlunarfyrirkomulaginu eins og það var, rökstudd
með fjölmörgum raunhæfum dæmum úr sögu landsins á
þessum tíma, ásamt hugleiðingum um þá möguleika, sem
ónotuð gæði landsins hefðu að bjóða, ef skynsamlegri
stefna væri rekin í atvinnu- og verzlunarmálum. Bera
þær vott um ágæta þekkingu á atvinnuskilyrðum í land-
inu, þótt fullmikillar bjartsýni gæti þar e. t. v. meðfram.
Jón Sigurðsson lét ekki við það sitja, að skrifa greinar
málstað verzlunarfrelsisins til stuðnings, heldur gerðist
hann brátt einn hinn ötulasti forvígismaður baráttunnar
fyrir frjálsri verzlun á Alþingi, er það var endurreist
tveim árum síðar en grein sú, er hér hefur verið getið,
birtist í Nýjum félagsritum, eða 1845. Alþingi hafði fyrst
eftir endurreisn þess aðeins ráðgefandi vald, sem kunnugt
er, þannig að hlutverk þess gat ekki orðið annað en það,
að bera fram óskir landsmanna við dönsk stjórnarvöld.
Eitt hinna mikilvægustu mála, er jafnan var rætt á hverju
þingi, þar til fullkomið verzlunarfrelsi komst á með lög-
um 15. apríl 1854, var endurbætur á verzlunarfyrirkomu-
laginu. Jón Sigurðsson stóð þá jafnan í fylkingarbrjósti
þeirra þingmanna, er ákveðnastar kröfur gerðu um fullt
verzlunarfrelsi íslendingum til handa.
Þegar á fyrsta ári hins endurreista Alþingis eða 1845
var verzlunarmálið eitt af aðalmálum þingsins, og hafði
Jón Sigurðsson þá meðal annars framsögu af hálfu nefnd-
ar þeirrar, er skipuð hafði verið í málið. Var nefndin öll