Skírnir - 01.01.1947, Side 69
Skírnir
Jón Sigurðsson og stefnur í verzlunarmálum
67
sammála um, að Alþingi skyldi beiðast verzlunarfrelsis
og jafnframt stórfelldrar lækkunar aðflutningstolla, sem
þá voru í þvi formi, að lagt var lestagjald á hvert skip,
sem til landsins sigldi í verzlunarerindum. Um nokkur
framkvæmdaratriði í sambandi við hina nýju skipan
verzlunarmálanna var nefndin hins vegar ekki sammála,
svo sem það, hvort verzlunin skyldi aðeins gefin frjáls
við staði þá, er öðlazt höfðu kaupstaðarréttindi, en þeir
voru þá fimm, eða hvort frjálst skyldi að verzla á öllum
löggiltum verzlunarstöðum. Ennfremur var ágreiningur
um það, hvort heimilt skyldi að reka verzlanir til sveita.
í báðum þessum ágreiningsmálum, sem og öðrum, var Jón
Sigurðsson í hópi þeirra, sem lengst vildu ganga í því, að
verzlunin yrði sem frjálsust, og sigruðu sjónarmið hans
við atkvæðagreiðslu í þinginu, jafnvel í þeim málum, sem
hann hafði verið í minni hluta í nefndinni, svo sem að því
er snerti heimild til þess að reka verzlun í sveitum (sbr.
Alþ.tíðindi 1845, bls. 536-80 og 629—36). Urðu um þetta
atriði allharðar deilur á þinginu, töldu sumir þingmanna
ófært að leyfa verzlun til sveita, vegna hættu á því, að af
því myndi leiða aukinn drykkjuskap og alls konar laus-
ung, en Jón Sigurðsson, Hannes Stephensen og aðrir, er
þeim fylgdu að málum, töldu það mikilvægt skilyrði þess,
að verzlunarfrelsið gæti notið sín, að komið yrði á fót
verzlunum til sveita.
Á næstu þingum á eftir, svo og á þjóðfundinum 1851,
voru kröfur íslendinga um fullkomið verzlunarfrelsi rædd-
ar og ítrekaðar, þar til málinu lauk sem fyrr segir með
því, að þing Dana samþykkti snemma árs 1854 lög þau,
er staðfest voru 15. apríl 1854, en tóku gildi frá 1. maí
1855, þar sem í aðalatriðum var gengið til móts við kröfur
Alþingis um frjálsa verzlun við allar þjóðir.
Áður en lögin náðu samþykki á þingi Dana, urðu þar
um þau allharðar deilur. Er allur gangur málsins ýtar-
lega rakinn í 14. árg. Nýrra félagsrita (1854). Gerðist
danskur fólksþingsmaður, Frölund að nafni, til þess að
bera fram frumvarp um þetta efni í fólksþinginu, en
5*