Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 70
68 Ólafur Björnsson Skímir
frumvörp um sama efni höfðu áður verið lögð fyrir lands-
þingið, en dagað uppi, og veitti hann málstað Islendinga
hina skeleggustu forystu, svo sem sjá má af ýmsum ræð-
um hans um málið, sem birtar eru í áðurnefndum árgangi
Nýrra félagsrita. Er Frölund tvímælalaust í hópi þeirra
dönsku stjórnmálamanna, sem myndi verðskulda að nafn
hans væri meira þekkt hér á landi en raun er á, sökum
drengilegs stuðnings við málstað íslands í mjög mikilvægu
máli. Úr því verður tæpast skorið, hvoru beri meira að
þakka farsæla lausn þessa máls, hinni einarðlegu baráttu
Jóns Sigurðssonar og þeirra, er honum fylgdu að máli,
eða straumhvörfum þeim í átt til frjálslyndis, sem átt
höfðu sér stað í Danmörku í verzlunarmálum sem öðru.
En athyglisvert er, að í ræðum Frölunds og annarra, sem
studdu málstað íslendinga, eru aðalrökin ekki þau, að
gefa beri verzlunina við ísland frjálsa vegna ágætis þess
fyrirkomulags út af fyrir sig, heldur hin, að verzlunar-
frelsi sé réttindi, sem íslendingum beri og Dani bresti
heimild til að neita þeim um. En einmitt þetta atriði lagði
Jón Sigurðsson höfuðáherzlu á, og virðist ótvírætt, að það
sé fyrst og fremst fyrir áhrif hans, að slík sjónarmið
fengu fótfestu meðal þeirra dönsku stjórnmálamanna, er
íslandi vildu sýna velvild.
Með lögunum frá 1854 má segja, að lokið sé fyrra þætti
í afskiptum Jóns Sigurðssonar af verzlunarmálum íslend-
inga, þeim þættinum, er sneri út á við, baráttunni við
dönsk stjórnarvöld um fullkominn rétt íslendingum til
handa í þessum málum. En þá hefst nýr þáttur í baráttu
hans fyrir umbótum í þessum málum, er var í því fólginn,
að vinpa að því að slíkt skipulag kæmist á þessi mál innan-
lands, að þjóðin gæti notfært sér þá nýju möguleika, sem
verzlunarfrelsið færði henni. En ásigkomulag verzlunar-
málanna hér á landi var alllengi, eftir að verzlunin var orð-
in frjáls samkvæmt lögum, með þeim hætti, að mestu von-
brigðum hlaut að valda þeim, er bezt höfðu lagt fram
krafta sína í baráttunni fyrir verzlunarfrelsinu.
Enda þótt verzlunin væri samkvæmt lögum frjáls, gætti