Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 72
70
Olafur Björnsson
Skírnir
félagið var stofnað í Þingeyjarsýslu árið 1844 og nefnd-
ist verzlunarfélag Hálshrepps, en litlú síðar var sams
konar félag stofnað í Ljósavatnshreppi. Jón Sigurðsson
getur þess jafnvel, að í kringum 1830 hafi myndazt vísir
að verzlunarsamtökum meðal bænda í Rangárvalla- og
Skaftafellssýslum. Hann hafði frá upphafi fylgzt af áhuga
með þróun verzlunarsamtakanna og hafði þegar minnzt
á þessa leið til umbóta í verzlunarmálunum í fyrrnefndri
grein sinni frá 1843 með svofelldum orðum (3. árg. Nýrra
félagsrita, bls. 127): „Meðal samtaka þeirra, sem vel
mætti takast eins og nú stendur, og heppnast hafa sum-
staðar, er það, að heilar sveitir eða héruð taki sig saman
til verzlunar og kjósi menn til að standa fyrir kaupum af
allra hendi fyrir sanngjarnlega þóknun. . . . Þegar verzl-
unarfrelsi kæmist á, mætti slík samtök verða einnig til
mikils gagns, bæði til þess að gera verzlunina þróttmeiri
og til að koma upp duglegum verzlunarmönnum, sem svo
mjög er áríðandi." 'í'msir af forystumönnum hinna eldri
verzlunarsamtaka, svo sem séra Þorsteinn Pálsson á
Hálsi, voru líka nánir samstarfsmenn Jóns Sigurðssonar
í stjórnmálum, þannig að áhrifa frá honum mun þegar
hafa gætt frá upphafi samtakanna.
í 29. árgangi Nýrra félagsrita (1872) ritar Jón Sig-
urðsson grein, er hann nefnir „Um verzlun og verzlunar-
samtök“. Er það í senn rækilegasta greinin, er hann hefur
skrifað um það efni, og sú síðasta, er mér er kunn. Voru
nú liðin 16 ár frá því, er verzlunarfrelsið komst á. 1 þess-
ari grein ræðir Jón Sigurðsson fyrst um ófremdarástand
það, sem enn sé ríkjandi í verzlunarmálunum, þótt svo
langt sé liðið um, síðan verzlunarfrelsið fékkst. Ræðir
hann síðan leiðir þær, er til greina komi til úrbóta. Fyrst
ræðir hann það ýtarlega, með hverju móti sé hægt að losa
sig af skuldaklafa selstöðukaupmannanna, en það var skil-
yrði fyrir því, að verzlunin gæti færst í hendur lands-
manna sjálfra. En að því búnu segir hann (bls. 96) : „Til
þess að komast á rétta stefnu í verzlun og búskaparlagi
og allri atvinnu, þá eru samtök og félagsskapur ómiss-