Skírnir - 01.01.1947, Page 76
Hákon Hamre
Norrænt mál vestan f jalls og vestan hafs
Síðustu fimmtíu árin hafa málvísindamenn, einkum
norskir, framkvæmt skipulega rannsókn á málinu í lönd-
um þeim og byggðum „fyrir vestan haf“, er Norðmenn
tóku sér bólfestu í á víkingaöld. Bæði heimildir um sögu
málsins í löndum þessum og norræn mál og mállýzkur nú
á dögum - eða leifar slíkra mála - hafa verið rannsakaðar
og bornar saman við fornnorskar málsleifar og nútíma mál-
lýzkur norskar. Þeirri hugsun verður ekki varizt, að þeir,
sem rannsaka víkingaöldina og þjóðflutninga hennar, en
sjálfir eru ekki málvísindamenn, gefi ekki árangri þess-
ara málrannsókna ætíð nógu mikinn gaum. Árangur þeirra
er samt mjög mikilvægur til þess að kunna að meta rétt
þá vitneskju, sem söguleg heimildarit og fornleifagröftur
veita.
Undirstöðuna að rannsókn málanna í norrænu nýlend-
unum frá víkingaöld lagði prófessor Marius Hægstad (d.
1927) í ritgerðunum „Gamalt trondermák' (1899), „Málet
i dei gamle norske kongebrev“ (1902) og „Vestnorske mál-
f0re fyre 1350“, sem út kom í þrennu lagi, inngangsbindið
„Latinsk skrift i gamalnorsk mál“ (1906), „I. Nordvest-
landsk“ (1907) og „II. Sudvestlandsk“ (1914-15-16, og
„Tillegg“ 1935). I þessum ritgerðum hefur Hægstad sýnt
fram á, að frá elztu tímum ritaldar hafi fornnorska greinzt
í fjórar mállýzkur (eða fjóra mállýzkuflokka), og munur
þeirra verður æ meiri, er tímar líða. Greinilegur munur
er á skjölum og ritum frá ýmsum landshlutum; greina má
milli austlenzku, þrænzku, norðvesturlenzku og suðvestur-
Þýtt hefur á íslenzku Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag.