Skírnir - 01.01.1947, Page 79
Skírnir
Norrænt mál vestan fjalls og vestan hafs
77
mörg gömul norræn örnefni og þó nokkur mannanöfn.
Þar við bætist, aS vér höfum fengið talsverða vitneskju
um fornnorrænt mál þar af þeim sæg rúnaristna, sem til er
frá Mön. Þær eru á rúnastafrófi, sem að öllu leyti er eins
og rúnastafrófið, sem tíðkaðist á Jaðri í Noregi á 10. og
11. öld. Prófessor Marstrander hefur gert öllu þessu mál-
fræðiefni skil í ritgerðinni „Det norske landnám pá Man“
(1932). Auk þeirra niðurstaðna, sem hann komst að um
landnám norrænna manna á Mön, hefur hann sýnt fram
á, að tökuorðin, örnefnin og mannanöfnin sanni, að gamla
norræna málið á Mön hafi haft greinileg norsk einkenni
og að norsku málsleifarnar á Mön sýni, alveg eins og á
írlandi, náinn skyldleika við norsku mállýzkurnar á Ögð-
um og Jaðri og færeysku og slitrur þær, sem eftir eru af
norrænu máli á skozku eyjunum.
Um Suðureyjar (Hebrideseyjar) er enn ekki til nein
meiri háttar ritgerð, þar sem tekið sé til meðferðar allt
rannsóknarefni, sem þar er fólgið í norrænum tökuorð-
um, örnefnum og mannanöfnum. En dr. R. Th. Christian-
sen hefur í greininni „Sudroy-norn" í Maal og Minne 1938
gert skil talsverðum fjölda tökuorða í því keltneska máli,
sem nú er talað á Suðureyjum. Þar segir hann, að öruggt
megi telja, að norræna málið þar hafi verið skyldast norsk-
unni, sem töluð var á Mön. Það hefur því talizt til sama
mállýzkuflokks sem málið á Mön og írlandi, er fyrr um
ræddi.
Frá.Katanesi (Caithness) er aðeins um að ræða eina
stutta ritgerð um þær menjar, sem þar eru til af norrænu
máli. Aðallega eru það norræn tökuorð, sem til greina
koma, og nokkurn hluta þeirra hefur dr. Per Thorson tek-
ið til meðferðar í greininni „Katanes og norrþnt mál“ (í
„Heidersskrift til Gustav Indreb0“ 1939). Um einkenni
þessa norræna máls farast dr. Thorson gætilega orð, hann
segir, að hljóð allmargra orða, sem hann hafi fjallað um,
sýni, að orðin teljist til vesturnorræna málaflokksins, en
ekki hins austurnorræna (þ. e. sænsku og dönsku) og að
hér um bil fjórðungur orða þeirra, er hann hafi rannsak-