Skírnir - 01.01.1947, Page 83
Skírnir
Norrænt mál vestan fjalls og vestan hafs
81
um atriðum má nefna, að í grænlenzku verður þ um 1300
að t, eins og gerist (með nokkrum takmörkunum) um
sama leyti í norsku og öllum málum vestan hafs að ís-
lenzku frátekinni. Fyrir íslenzka málssögu eru eftirfar-
andi atriði mjög merkileg: „Sérhljóðasamræmi, að því er
varðar e og i í endingum, hefur varðveitzt frá landnáms-
öld. Grænlenzkan getur veitt okkur þá mikilvægu. vitn-
eskju, að slíkt sérhljóðasamræmi hafi ríkt í málinu á þeim
slóðum, er landnámsmennirnir komu frá. Það er að segja:
íslenzkan hefur um 1000 haft sérhljóðasamræmi, er síð-
an hefur horfið, en ekki er nú auðið að gera sér grein
fyrir, hversu víðtækt það hefur verið í hljóðkerfinu né
hvort það hefur verið staðbundið og þá hvernig.“ J) C. J.
S. Marstrander hefur haldið því fram (í áðurnefndu riti),
að norræn tökuorð í írsku sýni, að í suðvesturnorsku hafi
einnig gætt sérhljóðasamræmis fyrir þann tíma, er rit-
menjar eru til frá.
Marius Hægstad hélt því fram þegar í riti sínu „Gamalt
tr0ndermál“ 1899, að forníslenzka og forn suðvestur-
norska séu náskyldar og að á 13. öld hafi verið miklu
minni munur á íslenzku og mállýzkunum í Suðvestur-
Noregi en milli hinna síðarnefndu og t. d. mállýzkunnar
í Þrændalögum. Þessa staðhæfingu hefur hann fært sönn-
ur á í hinni miklu ritgerð sinni um íslenzku, sem er
„Vestnorske málfþre fyre 1350 II. 2. Tridje bolken“, en
það rit var ekki gefið út fyrr en 14 árum eftir lát hans í
ritum vísindafélagsins í Ósló 1941. I þessari ritgerð hefur
hann lýst nákvæmlega forníslenzku máli á öllum íslenzk-
um ritmenjum, er með vissu verða taldar eldri en frá því
um 1350. Einstök yngri handrit eru notuð til samanburð-
ar og jafnframt íslenzkt talmál á vorum dögum, sem Hæg-
1) Smbr. Noreen: Altisl. und altnoi'w. Grammatik, § 145 Anm. 1
um menjar um sérhljóðasamræmi í noldcrum gömlum íslenzkum
handritum eins og t. d. Stokkhólms Hómilíubók og Plácitusdrápu.
6