Skírnir - 01.01.1947, Page 84
82
Hákon Hamre
Skirnir
stad lagði stund á, er hann dvaldist á íslandi árið 1907.
Af öllum helztu kennimerkjum málsins hefur Hægstad
komizt að þeirri niðurstöðu, að íslenzkan teljist til þess
mállýzknaflokks, er tekur til suðvesturnorskra mállýzkná
vestan hafs, er fyrr voru taldar. Þetta kemur vel heiin
við þá vitneskju, er Landnámabók veitir um útflutning til
íslands. Landnámsmennirnir komu úr því nær öllum
byggðarlögum Noregs, en þó einkum þeim, er að sjó lágu.
Meiri hluti þeirra landnámsmanna, sem nafngreindir eru,
komu úr Suðvestur-Noregi. Ekkert er vitað um málið á
Islandi fyrst eftir landnámið. Vafalaust hefur verið mun-
ur á máli landnámsmannanna eftir því, úr hvaða byggðar-
lögum í Noregi þeir komu. En hlutur suðvesturnorskunn-
ar í þessari blöndu hefur verið svo yfirgnæfandi, að ekki
hafa getað liðið margir mannsaldrar áður en hún yrði ein-
ráð í hljóðkerfinu og beygingakerfinu, en jafnframt hafa
önnur norsk málsvæði lagt sinn skerf til orðaforðans og
haft á hann önnur áhrif.
Um elzta íslenzkt ritmál farast Hægstad svo orð, að við
samanburð þess við elzta suðvesturnorskt ritmál í Noregi
sé augljóst, að milli þessara mála sé samband og líking,
er undrun sæti, þegar þess sé gætt, að bækur eru ekki rit-
aðar í þessum löndum fyrr en tveimur öldum eftir að
leiðir þjóðanna skildi á landnámsöld íslands.
Eitt hið mikilvægasta og í rauninni hið eina, sem grein-
ir að forníslenzkt ritmál og fornt suðvesturnorskt ritmál,
er, að hl, hn, hr hefur varðveitzt í upphafi orðs í fornís-
lenzku, en h hefur hins vegar fallið brott í þessum sömu
samböndum í suðvesturnorsku (og fornnorsku yfirleitt).
Nefna má einnig, að neitunar-forskeytið er ó- í íslenzku,
en ú- venjulega í suðvesturnorsku. En ó- kemur einnig
fyrir í suðvesturnorsku, svo að ekki er hér um að ræða
neitt öruggt aðgreiningarmerki. í elztu ritum getur oft
verið vandasamt að greina á milli íslenzku og suðvestur-
norsku, ef ekki koma fyrir hljóðasamböndin hl, hn, hr,
einkum í stuttum köflum með tiltölulega algengum orð-
um, sem hafa sömu mynd á báðum stöðum. Hin mikla lík-