Skírnir - 01.01.1947, Side 86
84
Hákon Hamre
Skírnir
málið er í öllum aðalatriðum hið sama og forn suðvestur-
norska og að fyrir 1350 er meiri mállýzkumunur milli
suðvesturnorsku og annarra fornnorskra mállýzkna en
milli suðvesturnorsku og málanna fyrir vestan haf.) Tek-
ið skal þó fram, að það, sem hér er sagt um sambandið
rnilli fyrrnefndra landssvæða, séð frá sjónarmiði málvís-
indanna, má ekki athugasemdalaust heimfæra upp á
stjórnmálaaðstæður á þeim tímum.
Fróðlegt er að athuga þróun hljóðkerfisins í málinu í
Suðvestur-Noregi og norrænu byggðunum fyrir vestan
haf. Upphaflega var um eitt mál að ræða, en nú eru þau
orðin mörg. Ef litið er á einstakar hljóðbreytingar og ný-
myndanir, er orðið hafa í þessum málum, sést, að sumar
þeirra einkenna einstakt mál eða mállýzku, en eiga sér
enga hliðstæðu í öðrum málum; aðrar eiga sér hliðstæðu
í einu eða fleiri hinna málanna; og þó nokkrar eru sam-
eiginlegar öllu hinu umrædda svæði. Nokkur atriði skulu
nefnd sem dæmi: Séríslenzkt fyrirbrigði er það til að
mynda og þekkist ekki í öðrum málum af suðvesturnorsk-
um uppruna, að upphaflegt œogæ falla saman og verða
að tvíhljóðinu ai; é breytist í je; og enn fremur er íslenzk-
an hið eina þessara mála, sem hefur varðveitt í framburði
þ og ð og óraddað l, n og r (skrifað hl, hn, hr) í upphafi
orðs. Hins vegar á það fyrirbrigði, að sérhljóðið á í ís-
lenzku breytist í tvíhljóðið ao,1) sér einnig hliðstæðu
í suðvesturnorskum mállýzkum í Sogni, á Vors og í Harð-
angri, þar sem upprunalegt á er einnig borið fram sem
ao; breytingin ó > ou í framburði á sér samsvörun í fær-
eysku (á syðri eyjunum) og í nokkrum norskum mállýzk-
um, svo sem t. d. mállýzkunum í Sogni. „Iþakisminn“ í ís-
lenzku, þ. e. að i og y (og í og ý) fellur sáman í framburði,
á sér hliðstæðu í færeysku, um innanvert Sogn og í sum-
1) [Þess skal getið, að o táknar hér hljóð, sem mest líkist ú i ís-
lenzku (ao = aú). Síðar í ritgerðinni kemur fyrir hljóðtáknið ó, og
er það s. s. o í ísl. Að öðru leyti eru öll hljóðtáknin auðskilin hverj-
úm íslendingi, og ekki þótti taka að víkja þessu við. Þýð.]