Skírnir - 01.01.1947, Page 87
Skírnir
Norrænt mál vestan fjalls og vestan hafs
85
um norskum mállýzkum öðrum utan suðvesturnorska mál-
lýzkusvæðisins. Það mállýzkufyrirbrigði í íslenzku, að
órödduð lokhljóð verða rödduð eða hálfrödduð (p, t, k
> b, d, g), er líka að finna í færeyskum mállýzkum og
sunnarlega á suðvesturnorska svæðinu.
I færeysku, sem greinist meira í mállýzkur en íslenzka,
hafa orðið sérbreytingar, eins og t. d. hinn svonefndi sam-‘
hljóðsauki við ó og ú, þ. e. a. s., að í áherzlusamstöfum
hefur ó og ú (einnig upprunalegt óg, óf og úg, úf) í lok
orðs eða á undan sérhljóði orðið ógv (í framburði egv í
norðureyjunum, ágv í suðureyjunum) og úgv (í framburði
igv); þannig verður sjó að sjógv (borið fram sjegv;
sjágv), og kú verður kúgv (frb. kigv). Hér má og nefna,
að með sérhljóðsauka verður í (ý), ei, oy (> ey) (enn
fremur íg, (ýg), eig, oyg, eyg) í áherzlusamstöfum í lok
orða eða á undan sérhljóði að íggj, ýggj o. s. frv. (frb.
-ddsj). Þannig er nú nafnorðið ey orðið oyggj (frb. áddsj)
o. s. frv. Sérfæreysk og óþekkt í öðrum málum eru afdrif
þau, er upprunalegt á hefur hlotið. Það hefur í færeysk-
um mállýzkum stundum orðið að tvíhljóðinu áa, en varð-
veitzt í norðurfæreysku sem óvaramyndað langt a. Fær-
eyskt sérkenni er það einnig, að a, æ og e falla saman í
eitt hljóð (sem er borið fram ea eða ^). í færeysku ritmáli
er að vísu greint á milli a og æ, en munur í framburði
heyrist aðeins í syðstu mállýzkunni. Sú breyting í fær-
elsku, að þ verður í nokkrum orðum h (þessi > hesin o.
fl.), samsvarar ekki neinum breytingum í íslenzku og
norsku, en fyrirbrigði þetta hefur átt sér nokkrar hlið-
stæður í hjaltlenzku. Hin víðtæka klofning einhljóða í
tvíhljóð í færeysku á sér hins vegar hliðstæður í einstaka
suðvesturnorskum mállýzkum; t. d. má jafna þeirri breyt-:
ingu í færeysku, að í og ý verður oí í framburði, við þá
breytingu í suðvesturnorskum mállýzkum í Sogni og Setes-
dal, að í verður ei og ý verður uy. Og tvíhljóðin gömlu ei
og ey hafa sama framburð, ai og oy, í Sogni, á Vors, í Harð-
angri og Setesdal sem í Færeyjum. En færeyska breyt-
ingin au > ei er óþekkt fyrirbrigði í norskum mállýzkum.