Skírnir - 01.01.1947, Page 92
Halldór J. Jónsson
Stellurímur
I.
Höfundur Stellurímna, Sigurður Pétursson sýslumaður,
var fæddur árið 1759. Ekki er þess kostur að segja hér
samfellda ævisögu þessa geðþekka manns og lipra skálds.
Fyrir siða sakir verður þó að þylja helztu ártöl úr ævi
hans. Sigurður hlaut alla skólamenntun sína erlendis, fór
í Hróarskelduskóla 1774, útskrifaðist þaðan 1779, hóf þá
nám við Hafnarháskóla og lauk þar lagaprófi árið 1788,
hvarf heim til íslands skömmu seinna og gerðist sýslu-
maður í Kjósarsýslu, en lét af embætti sakir heilsubrests
árið 1801. Hann lézt 1827.
Ritverk Sigurðar eru ekki mikil að fyrirferð. Fyrir
rúmri öld voru þau gefin út í tveim litlum bindum, ljóð-
mælin árið 1844, leikritin 1846. Útgáfan er vægast sagt
mjög óvönduð,1) og þyrfti önnur betri að leysa hana af
hólmi. Leikritum Sigurðar fylgir æviágrip hans eftir
Árna Helgason, stiftsprófast í Görðum, og geta menn af
því orðið margs vísari um æviferil Sigurðar og skapgerð,
en okkur þykir miður, að frásögn Árna skuli ekki svala
meir forvitni okkar um Hafnarár Sigurðar. Við höfum
veður af því úr öðrum áttum, að þau muni einmitt hafa
verið merkilegasti og hugtækasti kafli ævi hans.
Stellurímur eiga sér upphaf á þessum árum. Þær eru
áðalafrek Sigurðar í ljóðagerð og að magni svo mikill
hluti kveðskapar hans, að þær taka yfir 133 blaðsíður af
296 í ljóðakverinu. Þær urðu vinsælar og höfðu töluverð
áhrif, t. d. á Sigurð Breiðfjörð. Ýmislegt fleira er eftir-
1) Sbr. Ný félagsrit VII. 1847, 186-95.