Skírnir - 01.01.1947, Síða 99
Skírnir
Stellurímur
97
fyrir það skotið, að Sigurður hafi gengið í félagið, en
vitaskuld gat hann kynnzt Wessel án þess, ekki sízt þar
sem félagsmenn komu iðulega saman á almennu veitinga-
húsi. Það, sem helzt mælir á móti því, að Sigurður hafi
verið riðinn við norska félagið, er, að hann hefur ekki
verið andvígari Ewald en svo, að hann hefur snúið á ís-
lenzku broti úr leikriti hans, Balders Död.1) Áhrifa frá
Ewald gætir auk þess í ,,Narfa“ Sigurðar.2)
Hver, sem niðurstaðan verður um persónuleg kynni
þessara tveggja manna, þá er að minnsta kosti víst, að
Sigurður hefur verið handgenginn skáldskap Wessels, og
ber ýmis kveðskapur Sigurðar, annar en Stellurímur, vitni
um það. Engum getur dulizt, að Sigurði og Wessel svipar
saman um margt, enda hafa báðir mótazt af áþekku um-
hverfi og tíðaranda. Eitt eftirtektarverðasta einkennið í
fari beggja var gáski sá, er þeir slógu á sig til að dylja
fyrir heiminum óyndið, sem inni fyrir bjó.
IV.
Sigurður kom heim til Islands árið 1790 til að taka við
sýslumannsembættinu, og litlu seinna hefur hann ort
Stellurímur. Þær hafa verið tímasettar eftir niðurlags-
vísunni:
VIII. 119. Hleiðólfs far þá hefti ról,
til hvílu ráðið sinnar,
ljómaði fjórða og fimmta sól
frihöndlunarinnar.
Finnur Jónsson ræður af þessu,3) að þær muni vera ortar
„líklegast veturinn 1790-91“, en vísuna má eins skilja
svo, að þær séu ortar vetri seinna, þ. e. 1791-92.
Stellurímur eru 8 að tölu. I þeim eru, að frátöldum
1) Sjá Sig'. Pét.: Leikrit og nokkur ljóðmæli, 170.
2) Sbr. Steingr. J. Þorsteinsson: Upphaf leikritunar á Islandi, 28.
3) Sjá Ársrit hins ísl. fræðafélags IX. 1927—28, 34—73.
7