Skírnir - 01.01.1947, Síða 102
100
Halldór J. Jónsson
Skírnir
ört varð föl við feng'ið böl
fofnis rósin túna.
48. Eftir liðna eyktar bið
öngvit dapurt hætti,
hvarma fljót á frægri snót
fölar kinnur vætti.
49. Ennis ljós hjá linda rós
lýstu dapurt næsta,
þó ennþá sá sér sitja hjá
sinn hjartvininn kærsta.
Frásögnina teygir skáldið með samtali milli persónanna,
sem leiSir til þess, að Stella fellur í öngvit að nýju og bæt-
ist við lýsing á því, áþekk þeirri, sem er í vísunum hér að
framan. Loks er nákvæmlega sagt frá því, er Bentir ríður
til vígvallarins (120—126). Meðferðin á efniviðinum er
allajafna þessu lík, þótt ekki sé ætíð jafnmikið að gert.
Margt, sem er undirskilið í frumkvæðinu, gefur Sigurði
tilefni langs máls, svo sem er hann (í I. rímu) lýsir Bentir
(15-17) og Stellu (20-37), þegar þau koma fyrst fram
á sjónarsviðið. Bréf þau, sem eiga að fara milli persón-
anna, hummar Wessel fram af sér að tilfæra, en þegar að
fyrsta bréfinu kemur í rímunum, segist skáldið ætla að
reyna að rita það ,,orð fyrir orð“ og efnir það, og sama
gerir hann um hin tvö. Fær hann þannig efni í 48 erindi.
Þá eru lýsingar á orustum, sem Bentir tekur þátt í, t. d.
í I. rímu (127 og 129-140) og víðar.
Stundum gerir Sigurður sér beinlínis að leik að teygja
sem mest úr efninu. Einna skemmtilegasta dæmið er í
VII. rímu, þar sem lýst er ferðum manns:
16. Því stoðir læra tók hann tvær,
tilvaldastar í eigu hans
og réð færa ofan á þær
allan þunga likamans.
17. Síðan hverja flutti fram
fyrir aðra jafnt og þétt