Skírnir - 01.01.1947, Page 112
110
Halldór J. Jónsson
Skírnir
ingum Úlfarsrímna. Þar er t. d. einn kappinn svo stór-
höggur, að „jafnan 12 í höggi hverju hníga lætur“ (Úlf.
XIV. 30), og menn vaða blóðelginn ,,allt í miðja kálfa“
(VII. 41) og jafnvel „upp að mitti“ (XIV. 59).
Þegar mansöngnum lýkur, fer skáldið að lýsa orust-
unni, en Óðinn tekur í taumana: „Verstar ýkjur voru
upphaf vísu þinnar“, og „allt það skrum ei nemur nærri
nokkru lagi“, segir hann. Er þessu síðan snúið upp í
ádeilu, sem skáldið leggur Óðni í munn og dregur fram
hinar skoplegu andstæður: bardagaskrumið í skáldskapn-
um annars vegar og hins vegar hið lítilmótlega penna-
nagg samtíðarmannanna:
41. Til Viðris sókna valinn fyrr og vígður brandur
er með dómi i útlegð sendur,
annað dont sér temja hendur.
42. Ur skálmöld frægri skraföld er og skriföld orðin,
skötnum bíta skvaldurs sverðin,
skeinusöm er þeirra ferðin.
43. Mannlastskeytin mest nú fljúga og mengi særa,
þar af flestöll eitruð eru,
illa þeirra skeinur greru.
45. Hvar rauðir áður runnu um foldu rimmu lækir,
daufa kveð ég darra speki,
drýpur svörtum korg af bleki.
Stellurímur eru áreiðanlega ekki ortar í ádeiluskyni
fyrst og fremst. Skáldið segir sjálft:
II. 6. Ekki neinum manni mein
min er lyst að bjóða,
að skemmta mér og öðrum er
efnið stirðra ljóða.
Hitt er annað mál, að Sigurður gat ekki stillt sig um að
skopast að ýmsu, sem lá vel við höggi, og var ekki svo há-
tíðlegur, að hann neitaði sér um að bregða á gönuskeið,
þegar hann langaði til. Um þetta farast honum svo orð: