Skírnir - 01.01.1947, Qupperneq 116
114
Platón
Skírnir
skynjað. Eitt hið fyrsta, sem vaknandi vitund manna
hafði gert sér grein fyrir, var mismunur á kynjum. Þessa
greinarmunar var gætt í sjálfri tungunni, í goðsögnum,
já, forna spekinga óraði jafnvel fyrir mismunandi kyn-
ferði jurta, þó að þeim auðnaðist ekki að færa á það sönn-
ur, svo sem nú hefur gert verið. Goðsagnir hermdu, að í
árdaga hefði Himinn gengið að eiga Jörð. Hinn máttugi
Eros, ástin, hafði tengt þau saman. Heimspekingarnir,
studdir skáldskapnum, skilgreindu því Eros, ástina, sem
frumorku allrar sköpunar og verðandi.
En Platón virðist hafa gert sér grein fyrir, að bæði í
náttúrunni og í mönnunum hefur ástin í sér fólgna leynd-
ardóma, að áhrifa hennar gætir langt út yfir holdlegt
samband kynjanna eitt. Hann veit og skynjar, að hið
æðsta og göfgasta í þessum heimi gengur stundum bág-
lega að einangra frá líkamlegum girndum, eða verður
jafnvel að álíta annað form þeirra í æðra og hreinna veldi.
Það er athyglisvert, að það er öðru nær en að Platón vilji
láta líta svo út sem Sókrates hafi frá öndverðu verið
ástríðulaus, heldur hefur þessum mikla meistara tekizt að
temja sig svo og þjálfa, að hann er laus undan ánauðaroki
ástríðnanna, sem venjulegir dauðlegir menn eru að kikna
undir. Einmitt þetta ástríðumagnaða, en tamda eðli Só-
kratesar er lykillinn að leyndardómsfullu valdi hans yfir
öðrum mönnum. Ást táknar hjá Platón eigi aðeins þá til-
finningu, sem algengast er að kalla því nafni, heldur og
dulspekilega skoðun og könnun hins fagra og góða. Eros,
þessi sama ástríða, sem atar sig stundum aur sem forynja
í flagi, er einnig þess um komin að hefja sig til flugs upp
á heiðbláa tinda, — ryðja sér braut að innsta kjarna allr-
ar speki. Það er sem ótal lækir steypist hér í einum fossi
fram af klettasnös og myndi saman margraddaðan nið.
Samhengi þekkingarinnar, hina óumbreytanlegu heild að
baki hverfulleik fyrirbæranna, ýmislega fleti mismunandi
viðhorfa og endurkast þeirra í hugum manna, allt hillir
þetta uppi í „Samdrykkju“ Platóns, kenningum hans um
ástina.