Skírnir - 01.01.1947, Page 117
Skírnir
Úr Samdrykkjunni
115
Samdrykkjur með Grikkjum.
Á 6. öld f. Kr. b. höfðu orðið straumhvörf í Grikklandi
bæði í andlegum efnum og stjórnarfarslegum. Inn í grískt
þjóðlíf streymdu nýjar skoðanir, siðir og hættir, einkan-
lega úr nýlendunum. Einfaldleiki þeirra tíma, er Hómer
hafði kveðið um, var á förum. Siðfágun tók örum þroska,
lifnaðarhættir allir urðu íburðarmeiri og stórmannlegri.
Ýmis einstök dæmi þessa mætti nefna, t. d. stórum auk-
inn íburð við hátíðleg tækifæri og fjölmennar veizlur. í
hátíðabúningi komu menn saman í salarkynnum manns
þess, er veizluna hélt. Var borðstofan öll prýdd blómum
og blómsveigum. Slíkar veizlur voru að jafnaði haldnar
seint á degi eða að kveldi. Er þrælar höfðu dregið ilskóna
af fótum manna og laugað fætur gestanna, var lagzt á þar
til gerða beði, og þar lágu menn einnig, þegar samdrykkj-
an (symposíon) hófst að loknu borðhaldi. Beðurinn var
háfættur legubekkur, er nefndist lcline. Tveir menn lágu
venjulega á hverjum beði, stundum þrír. Menn lágu flöt-
um beinum og studdu sig með vinstri handlegg við hæg-
indi, líkt og þegar risið er upp í rúmi. Er menn höfðu
komið sér fyrir á legubekkjunum, voru borð fram sett við
hvern beð. Var það oftast nær lægra en legubekkurinn.
Konur og börn tóku ekki þátt í slíkum veizlum.
Legubekkjunum og borðunum var raðað í skeifulaga
hring. Efsta (fyrsta) sætið á fyrsta legubekknum til
vinstri var heiðurssess. Gestgjafinn skipaði sess á fremsta
bekk hægra megin í hringnum. í „Samdrykkjunni“ eftir
Platón verður samkvæmt framansögðu sú skipan, sem
sjá má af uppdrættinum.
Að loknu borðhaldi voru borð upp tekin og gestum bornar
mundlaugar og þurrkur. Ef samdrykkja skyldi fara í kjöl-
far veizlunnar, var goðunum færð dreypifórn úr óblönd-
uðu víni og sunginn lofsöngur við undirleik hljóðpípu-
meyjar. Hófst þá samdrykkjan. Stjórn hennar hafði á
hendi forseti, sem annað hvort var til þess kjörinn eða
valinn með hlutkesti. Kallaðist hann symposí-arkhos (ma-
8*