Skírnir - 01.01.1947, Page 120
118
Platón
Skírnir
Persónur „Samdrykkjunnar“.
a) Persónur f o r s p j a 11 s i n s.
1. Apollodóros var líkneskjusteypari, ákafur aðdáandi
Sókratesar. Það var hann, sem samkvæmt Varnarræðunni
var þess albúinn að ganga í ábyrgð fyrir meistarann, ef
dómurinn hljóðaði upp á fjársekt. Að því er segir í því
riti Platóns, er ,,Faidón“ heitir, var hann einnig viðstadd-
ur andlát Sókratesar. Fyrir sakir ákaflyndis síns virðist
hann hafa hlotið auknefnið „hinn óoi“ (maníkos).
2. Glákon er óþekkt persóna. Platón átti bróður, er svo
hét. Má vel vera, að við hann sé átt og þá að vísu í stað
Platóns sjálfs.
b) Persónurnar í samdrykkjunni.
1. Agaþón mun verið hafa um þrítugt, er samdrykkjan
á að hafa farið fram. Var hann maður enn eigi fullmót-
aður, kunnur fyrir fríðleiks sakir og gervileika, sam-
kvæmismaður mikill, metorðagjarn og góðum gáfum
gæddur. Hann er fulltrúi yngri kynslóðarinnar í Aþenu
og hefur samið sig að tíðarandanum m. a. að því leyti, að
honum er töm mælskulist sófistanna, sem mælskukennar-
inn Gorgías frá Leontínoi á Sikiley (á að gizka 483-375
f. Kr. b.) hafði einkum eflt og útbreitt. í hinni „gorgönsku“
ræðu Agaþóns segist Sókrates því finna Gorgóarhöfuðið1)
orka á sig. Síðar á ævinni dvaldi Agaþón ásamt Evrípídesi
við hirð Arkelásar konungs í Makedóníu. Andaðist hann
um 400 f. Kr. b. Var hann því látinn, er „Samdrykkjan“
var samin. Af harmleikjum hans eru titlar á sjö kunnir
og annað ekki.
2. Faidros. Við hans nafn er kennt annað rit eftir Pla-
1) Átt er við höfuðið r.f óvættinni Medúsu, sem var ein af þeim
þremur systrum, er getur um í sögnunum af Perseifi, og nefndust
Gorgór. Varð allt að steini, sem Medúsa leit til. Perseifur sneið
höfuðið r.f Medúsu og' gaf það Aþenu. Festi hún það á miðjan skjöld
sirn.