Skírnir - 01.01.1947, Side 124
122
Platón
Skírnir
stund, árið eftir var hann sviptur yfirstjórn hersins. Hvarf
hann þá úr landi. Eftir fall Aþenuborgar árið 404 leitaði
hann til Farnabazuss, landsstjóra Persa við Hellusund.
Nótt eina vaknaði hann við það, að hús hans var umkringt
sveit vopnaðra manna og borinn að því eldur. Alkibíades
geystist þá út með brugðnu sverði, en örvar drifu að hon-
um úr öllum áttum, og lét hann þar líf sitt árið 404.
9. Aristodemos, að auknefni „hinn litli“, var eins og
Apollodóros hugstola aðdáandi Sókratesar. Fyrst Sókrates
gekk stundum berfættur, þá varð Aristodemos að gera það
alltaf. Svipaði honum til Kyníka í þessari eftiröpun og
ýkjum ytri einkenna. Var hann ættaður úr borgarhverf-
inu Kydaþenai, sunnan við Akropolishæð, en þar er mælt,
að Aristofanes hafi einnig fæðzt.
Efni ritsins.
A. Forsp j a 11.
Á förnum vegi mætir Apollodóros nokkrum kunningj-
um sínum. Biðja þeir hann að segja sér sem gerst af sam-
drykkju þeirri, er Agaþón hafði efnt til fyrir sextán ár-
um, þegar hann hreppti í fyrsta sinn verðlaun fyrir harm-
leik. Þó að langt sé um liðið, er Apollodóros ekki með öllu
óviðbúinn að verða við tilmælum þessum. Fyrir skömmu
hafði hann orðið að rifja þessa atburði upp fyrir Glákon
vini sínum á leiðinni frá Faleron til Aþenu. Sjálfur var
Apollodóros að vísu ekki í samdrykkjunni, en Aristodemos,
sem þar var, hefur greint honum ýtarlega frá henni. Ýmis
einstök atriði þeirrar frásagnar hefur hann líka látið Só-
krates sjálfan staðfesta. Greinir Apollodórós nú í óbeinni
ræðu frá því, er hann hafði áður heyrt af munni Aristo-
demosar.
B. Samdrykkjan.
a) Inngangur.
Þveginn og strokinn, aldrei þessu vant, hefur Sókrates
lagt af stað í veizlu þá, er Agaþón hafði boðið til. Á leið-