Skírnir - 01.01.1947, Side 127
Skírnir
Úr Samdrykkjunni
125
ar listgreinar að útrýma ósamræmi, kveða niður hinn
ranga Eros, því að einungis hinn eini sanni Eros vekur
unaðarkennd, eflir vináttu meðal manna og milli þeirra
og guðanna.
4. Ræða Aristofanesar. Nú er Aristofanesi batnaður
hixtinn, enda hefur hann fylgt læknisráði Eryxímakkos-
ar. — Mannkynið gerir sér alls ekki grein fyrir, segir
Aristofanes, hversu mikið það á Erosi að þakka, þessum
mesta og bezta lækni. En til fullrar hlítar er ekki unnt að
gera sér grein fyrir blessunarríkum áhrifum hans, nema
skýrt sé frá upprunalegu eðlisfari manna, því að mann-
eðlið hefur ekki verið óbreytt frá upphafi vega.
I árdaga voru kynin þrjú, tvímenni, tvíkvendi og blend-
ingskyn úr hinum báðum. Voru menn þessir sem sívaln-
ingar í lögun. Hafði hver um sig fjóra handleggi, fjóra
fætur, tvö andlit o. s. frv. Rammir voru þeir að afli og svo
ofstopafullir, að þeir buðu jafnvel guðunum birginn.
Til að lækka í þeim rostann tók Seifur þá til bragðs að
skipta þeim í tvennt að endilöngu og snúa ásjónunni að
skurðfletinum, en Apollon lét hann teygja húðina yfir
skurðinn, sem nú kallast kviður. Eftir þessar aðgerðir
fæddist Eros, því að nú fann hver einstaklingur sárt til
þess tjóns, sem hann hafði beðið, og þráði innilega að
samcinast aftur sinni glötuðu helft og verða með henni að
einni lifandi heild. í þessari þrá, sem samkvæmt eðli sínu
er óseðjandi, hefðu þeir nú tærzt upp og lognazt út af, ef
Seifur hefði ekki aumkazt yfir þá og veitt þeim möguleika
til getnaðar og æxlunar með samruna innbyrðis og e'innig
sæmt þá gáfu vináttunnar með þeirri hamingju, er henni
fylgir.
Enn í dag lætur þessi þrá eftir samruna mennina eng-
an frið hafa, þessi þrá eftir heildinni. Þegar tveir hafa
fundizt, sem eiga saman, þá verða þeir gagnteknir undur-
samlegri tilfinningu og knúnir heitri ástríðu til samein-
ingar.
Fyrir ofstopa og guðleysi rofnaði þá endur fyrir löngu
hið sæluríka ástand, sem heildin hafði í för með sér. Og