Skírnir - 01.01.1947, Side 133
Skírnii'
Úr Samdrykkjunni
131
haldssamur, slyngur veiðigarpur, sem öllum stundum hef-
ir einhver brögð með höndum, — ástundandi þekkingu og
snjallur í því að afla sér hennar, keppandi eftir speki alla
ævidaga, skæður seiðmögnuður, galdrameistari og sófisti.
Og hvorki er hann í eðli sínu ódauðlegur né dauðlegur,
heldur er það ýmist, að hann blómgast á sama degi og lifir
fjörlífi, þegar vel gengur, eða hann slokknar út af, en
lifnar samt aftur samkvæmt eðli föður síns; en það, sem
aflazt hefir, rennur ávallt í burt aftur, svo að hvorki þolir
Eros nokkurn tíma algerðan skort né heldur er hann rík-
ur. Ennfremur er hann mitt á milli vizku og fávizku; því
þessu er þannig varið: Enginn af guðunum leggur stund
á vizku eða girnist að verða vitur; því hann er það; og
eins er það, — sé einhver annar vitur, þá leggur hann
ekki heldur stund á vizku. Ekki leggja heldur hinir óvitru
stund á vizku eða girnast að verða vitrir, því einmitt þetta
er fávizkunnar mesta mein, að þar sem maðurinn hvorki
er siðferðislega góður né vitur, þá þykist hann þó vera
sjálfum sér nógur. Fyrir því er það, að sá, sem ekki hygg-
ur sig þurfandi, hann sækist ekki eftir því, sem hann álít-
ur, að hann hafi ekki þörf fyrir.“
„Hverjir eru það þá, kæra Díótíma!“ sagði eg, „sem
leggja stund á vizkuna, ef það eru hvorki hinir vitru né
óvitru ?“
„Það skilur nú hvert barnið,“ mælti hún, „að það eru
þeir, sem standa mitt á milli þessara beggja, og undir
þann flokk heyrir líka Eros. Því sannlega heyrir vizkan
undir það, sem fegurst er. En Eros er sú elska, sem bein-
ist að hinu fagra, svo Eros hlýtur að vera ástundari vizk-
unnar, en þar sem hann er ástundari vizkunnar, hlýtur
hann að vera mitt á milli hins vitra og óvitra. Einnig
þessu veldur ætterni hans, því hann er sonur viturs og
fengsæls föður, en óviturrar og hjálparlausrar móður.
Þannig er nú eðli þessa „dæmóns“, kæri Sókrates! en
þar sem svona fór með hugmyndina, sem þú gerðir þér
um Eros, þá er það engin furða. Því þú hugðir, eftir því,
sem eg þykist geta ráðið af orðum þínum, að Eros væri
9