Skírnir - 01.01.1947, Síða 138
136
Platón
Skímir
fyrir þau og sársvelta sig sjálf til að fæða þau og gera
hvað annað, sem vera skal? Því um menn,“ sagði hún,
„kynni einhver að ætla, að þeir gerðu það af ásettu ráði,
en að svo áköf ástarhvöt skuli gagntaka dýrin, hver orsök
mundi vera til þess? Geturðu sagt mér það?“
Og eg svaraði aftur, að eg vissi það ekki.
En hún mælti: „Heldurðu nú, að þú getir nokkurn tíma
orðið dugandi ástfræðingur, ef þú lætur þetta óathugað?“
„En það var, eins og eg áður sagði, einmitt þess vegna,
kæra Díótíma! að eg er til þín kominn, að eg þarf kenn-
ara. Segðu mér nú bæði orsökina til þessa og annars, sem
að ástinni lýtur.“
„Ef þú nú,“ mælti hún, „ert sannfærður um, að ástin,
eðlinu samkvæmt, miði á það, sem við hvað eftir annað
höfum orðið sammála um (o: ódauðleikann), þá skaltu
ekki furða þig á því, því af sömu ástæðunni þar (hjá dýr-
unum) sem hér (o: hjá mönnunum) keppir hin dauðlega
náttúra svo sem hún framast megnar eftir því að vera til
ævinlega og ódauðleg. En hún megnar það einungis með
þessum hætti: með getnaðinum, er hún ávallt eftirskilur
annað ungt í stað hins gamla. Því svo er það og, að um
sérhvað einstakt lifandi er sagt, að það lifi og sé hið sama,
eins og til dæmis að taka, að einhver frá því hann er dá-
lítill drengur er kallaður hinn sami, allt þar til hann verð-
ur gamalmenni; er hann engu að síður kallaður hinn sami,
þó hann aldrei haldi á sér hinu sama, heldur stöðugt nýist
upp og missi sumt, bæði að hári til og holdi, beinum og
blóði og líkamanum öllum. Og ekki einungis á þetta sér
stað um líkamann, heldur einnig um sálina, því lyndis-
einkunn, hugarfar, meiningar, glaðværð, hryggð, hræðsla,
sérhvað af þessu er aldrei hjá hverjum og einum hið sama,
heldur verður sumt af því til, en sumt líður undir lok. Og
ennþá undarlegra en þetta er það, að einnig þekkingarnar
eigi aðeins verða sumar til, en sumar hverfa, svo að vér,
hvað þær snertir, erum aldrei hinir sömu, heldur fer um
hverja einstaka þekkingu á sömu leið. Því það, sem kallað
er eftirhugsun, það fer fram í þeirri veru, að þekking sé