Skírnir - 01.01.1947, Síða 142
140
Platón
Skírnir
sjálft skylt sjálfu sér, svo að líkamans fegurð verði í hans
augum lítils verð. En næst hinu siðferðislega ber honum
að leiða hann til bekkinganna (vísindanna) fegurðar og
með margfaldleika hins fagra fyrir augum þjóni ekki hinu
fagra hjá einum einstökum með þrælbundnum huga, er
hann elskar fegurð eins yngissveins eða manns eða ástund-
unar og sýni sig þar með lélegan og sálarsmáan, heldur
snúi hann sér að víðáttuhafi hins fagra og horfandi þar
yfir geti af sér margar fagrar og veglegar ræður og hugs-
anir, fullar af gnótt spekinnar, unz hann þar af styrktur
og efldur kemur auga á eina slíka þekkingu, sem hefir í
sér svona lagaða þekkingu á hinu sannfagra.
En berðu þig nú,“ sagði hún, „að taka sem bezt eftir
því, sem næst kemur. — Því að sá, sem allt að þessu stigi
er handleiddur í ástinni þannig, að hann sér hið fagra í
réttri röð og á réttan hátt, hann mun í því hann nálgast
hámark ástarkunnáttunnar allt í einu koma auga á nokk-
uð það, sem eftir eðli sínu er undursamlega fagurt, það
er að segja; þetta einmitt, kæri Sókrates! fyrir hvers sakir
allir hinir undanförnu erfiðismunir áttu sér stað, þetta,
sem fyrst og fremst ávallt er og hvorki verður til né eyð-
ist, hvorki vex né þverrar og sem ennfremur ekki er að
einu leytinu fagurt, en öðru leytinu ljótt, eða í eitt skipti
fagurt, en hitt skiptið ljótt, eða fagurt í samanburði við
eitt og ljótt í samanburði við annað, eða fagurt hér, en
ljótt þar, svo sem þætti það sumum fagurt, en sumum
ljótt. Ekki mun heldur hið fagra birtast í neinni mynd,
svo sem eins og andlit eða hendur, eða hvað annað, sem
á líkamanum er, ekki heldur sem ræða eða þekking, eða
eins og eitthvað, sem er á einhverju öðru svó sem á ein-
hverri lifandi skepnu, eða á himni eður jörðu eða nokk-
uru öðru, heldur sjálft fyrir sig og í sjálfu sér ævinlega
verandi eitt og hið sama; en allt annað fagurt hefir hlut-
deild í þessu, þannig að þegar hið annað verður til og
fyrirferst, þá hvorki eykst þetta né rénar eða verður fyrir
neinni breytingu. Þegar þá einhver fyrir hina skynsam-
legu yngissveinaelsku færir sig upp eftir frá þessu og fer