Skírnir - 01.01.1947, Qupperneq 143
Skírnir
Úr Saradrykkjunni
141
að koma auga á hið frumfagra, þá mundi hann vera all-
nærri takmarkinu. Því þetta mundi vissulega vera hinn
rétti vegur til ástarinnar, sem maður sjálfur fer eða lætur
leiða sig á til hennar, að maður byrjar á þessu einstaka
fagra og sakir hins frumfagra alltaf stígur hærra eins og
upp eftir stiga, frá einum til tveggja frá tveimur til allra
fagurra líkama og frá hinum fögru líkömum til hinna
fögru ástundana og frá hinum fögru ástundunum til hinna
fögru þekkinga, þangað til maður frá þekkingunum kemst
til þeirrar þekkingar, sem ekki er þekking á neinu öðru
en einmitt sjálfu þessu hinu frumfagra. Og á þessu stigi
lífsins, kæri Sókrates!“ mælti gestvinan frá Mantíneu
ennfremur, „þar verður manninum sannarlega vert að
lifa, ef honum verður það nokkurs staðar, þegar hann sér
sjálft hið fagra. Ef þér einhvern tíma skyldi verða auðið
að líta það augum, þá mun þér ekki sýnast, að við það sé
saman berandi gull eður skrautklæði eða hinir fríðu dreng-
ir og unglingar, sem þú nú verður frá þér numinn að sjá,
svo að bæði þú sjálfur ert albúinn og margir aðrir með
þér, er þið sjáið ástsveinana, að neyta hvorki matar né
drykkjar til þess, ef kostur væri, að una hvergi augunum
nema á þeim og vera saman við þá öllum stundum. Hvað
megum við þá ætla,“ sagði hún, ,,ef einhverjum auðnaðist
að líta hið fagra sjálft, hreint og tært og ómengað, og ekki
hlaðið mannlegu holdi og litum og öðrum dauðlegum hé-
góma, heldur hið guðlega fagra sjálft í sinni einskæru
veru? Eða heldur þú, að lélegt muni verða líf þess manns,
sem þangað mænir, sem horfir á það með því, sem hann
á að horfa með (með hinni andlegu sjón), og hefir sam-
vistir við það. Heldurðu ekki, að þegar hann horfir með
því, sem honum ber með að horfa á hið fagra, að þá hlotn-
ist honum þar einungis að geta af sér, ekki skuggamyndir
dyggðarinnar, með því að hann snertir ekki skuggamynd,
heldur sanna dyggð, af því að hann snertir hið sanna?
En þeim, sem getur af sér sanna dyggð, honum auðnast
að verða elskaður af guðunum og ódauðlegur, svo framar-
lega sem það auðnast nokkrum manni.“