Skírnir - 01.01.1947, Page 144
142
Platón
Skírnir
Niðurlag Samdrykkjunnar.
Þruma úr heiðskíru lofti. Er Sókrates hefur nýlokið
máli sínu, berst skyndilega inn háreysti mikil að utan.
Ölvaðir menn heyrast hrópa á Agaþón, og skömmu síðar
gengur inn Alkibíades, prýddur blómsveigum, ásamt föru-
nautum sínum. Hann hyggst krýna Agaþón sigursveigi,
og ef hann má vera kyrr, segist hann munu drekka ósleiti-
lega. Sæmir hann nú húsbóndann sveiginum og sezt. Kem-
ur hann þá allt í einu auga á Sókrates hjá Agaþóni. Krýn-
ir hann þá Sókrates einnig blómsveigi, kemur sér fyrir á
bekknum á milli þeirra Agaþóns, tekur til að stjórna sam-
drykkjunni og vera symposíarkhos (magister bibendi).
Eryxímakkos hefði gjarnan viljað halda áfram með Erosar-
ræðurnar í réttri röð. Hins vegar lýsir Alkibíades yfir því,
að í návist Sókratesar megi hann engan lofa nema hann.
Honum er leyft það, og hefst nú ræða hans.
Ræða Alkibíadesar fyrir minni Sókratesar. Alkibíades
kveður svo að orði, að Sókratesi megi líkja við dýrgripa-
skrín þau, sem gerð séu sem Sílenalíkön, eða þá við Satýr-
inn Marsýas.1)
a) Hann er líkur Marsýasi bæði í sjón og einnig að því
leyti, að í ræðum Sókratesar er fólginn einhver heillandi
töframáttur eins og í hljóðpípuleik Marsýasar. Á töfrum
þessum kveðst Alkibíades hafa fengið að kenna eftir-
minnilega.
b) Engu síður má og líkja Sókratesi við Sílenaskrínin.
Hinnar sömu mótsagnar á milli ytra borðsins og inni-
haldsins verður vart hjá Sókratesi. Inni í líkönum hinna
ferlegu skógarvætta eru dýrgripir geymdir. Að andlits-
falli er Sókrates ófrýnn, og mundi margur ætla hann
heimskan og lostafullan, en hvílíka auðlegð á hann með
1) Sílenar og Satýrar voru næsta ófrýnilegar skógarvættir,
lostafullir og léttúðugir. Satýrinn Marsýas átti að hafa verið snill-
ingur í hljóðpípuleik.