Skírnir - 01.01.1947, Side 151
Skírnir
Skáld og landshagir á 16. öld
149
stjórnarkerfi Kristjáns 3. var fyrsta sinni fengin næg
tækni til að kenna Norðmönnum og íslenclingum auð-
sveipni og konunghollustu án skilmála. Aðaltæki þeirrar
kennslu, hina evangelisku kenning, þurfti að laga í hendi
til þess verks, og það var gert af kappi og forsjá. Lúters-
trúin varð að vinna sér það til lífs og biðla til fylgis smá-
furstanna í Þýzkalandi. Af ástandi Evrópu leiddi þannig
það, að gagnvart alþýðu Norðurlanda höfðu siðskiptin
pólitíska þýðing framar öllu öðru, sem þeim fylgdi. Sjálf-
an trúarkjarnann, auðsveipnina við guðs vilja, þurfti að
nota til peningasláttu á konungs steðja, svo að eigi þætti
verið að setja þar hans mynd og yfirskrift á svikinn
málm.
Með því að sérhver „konungur af guðs náð“ þóttist
heimilt eiga að selja eða veðsetja þegna sína, lögðu kon-
ungar eða konungsefni kapp á það 1524 og 1536 að fá
peninga fyrir ísland hjá Englandskonungi. Síðasti Dana-
konungur siðskiptaaldar, Kristján 4., var vongóður um
að geta selt (árið 1645) og fá hálfa milljón dala fyrir
landið hjá þýzkum kaupmönnum, en það var ofurfé þá.
Ástæðuna nefnir konungur þessa í bréfi til tengdasonar
síns: „Á þessum tímum má gera allt með peningum, ef
guð almáttugur vildi gefa mér þá.“ En hversu heitt sem
íslenzkir prestar báðu guð að hjálpa Kristjáni 4., dauf-
heyrðist hann við að hjálpa honum til að víxla íslending-
um í skotsilfur til pólitískra gjafa (við setning Brömse-
brofriðar, sem efldi Svía á kostnað Dana). Hálfa milljón-
in, kaupverðið á náð guðs, gefinni til að hafa föðurlegt
eignarhald á íslendingum, hefði að sjálfsögðu orðið að
rýjast smátt og smátt af landsmönnum á eftir. En kaup-
menn hafa víst guggnað, þegar til kom, og hætt við þessi
kaup, svo einokunarverzlunin (frá 1602) var eina leiðin
til að breyta þegnum í peninga.
Hagsaga hlýtur að hafa gerzt á íslandi á siðskiptaöld
og arðsöfnun töluverð, fyrst stjórnendur þeir, sem gerst
máttu þekkja til, lögðu til dæmis áherzlu á sölugildi þessa
ríkishluta, reiknað í vænum fjárhæðum. Sömuleiðis er af