Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 154
152
Björn Sigfússon
Skírnii
með bezt virtu bændum Skagfirðinga. Þóra Ólafsdóttir,
móðir hans, var stjúpdóttir Jóns biskups, og kallar Ólafur
hann fóstra sinn í kvæði, er hann orti 44 árum eftir líflát
hans. Ári eftir að kvæðið var ort, lézt Ólafur Tómasson,
1595.
Kvæði Ólafs er um Hólafeðga og Sauðafellsför og margt,
sem fór undan henni og eftir. Líflát þeirra er honum þó
of viðkvæmt til að ræða það. Mestu af mannlýsingum og
söguþræði verður að sleppa hér, því að 51 erindi, sem
varðveitt er, tæki oflangt rúm með umræðum um hvern
hlut, sem er þar merkilegur. Skáldið minnist menningar-
bragsins á Hólum frá öndverðum biskupsdögum Jóns.
Hann lýsir t. d. biskupskápunni frægu, sem gerð var í
skóla langt út í löndum, og altarisbríkinni, sem Jón keypti
til Hóla og er „flúruð öll með fagra list, hún fræðir
margan mann“. Þjóðmenjasafnið sýnir enn kápuna til
marks um stórhug og listarkröfur Jóns biskups. En það
er ekki ófróðlegt um sálarlíf skagfirzka bóndans 1594,
hve vel hann skilur gildi þessara hluta og gerir þá að
tákni kaþólskunnar á Hólum. Annað merki hinnar horfnu
rausnar voru veizlur biskups fyrir alþýðu manna á hverj-
um jólum. Allir voru velkomnir, og einhver jólin voru þar
fimmtán hundruð. Fyrir hátíðina í hvert sinn var fjöld-
anum hitað bað tvo daga samfleytt, því að jól eru bezt
hreinum. Biskup var hrókur alls fagnaðar og gleðigjafi,
veitti öllum vel á borðum.
Veitt var jafnan veizla stór
með virðing heima á Hólum.
Þegar sveitin söng í kór
sínar tíðir á jólum,
var stofan af fólki full.
Hann réð skenkja herlegt öl
hverjum vopna ull,
— á flestri var þar fæðu völ. —-
Frá ég það betra en gull.
Hyggjum að hagsöguefnum í þessu. Veizlan er ekki ein-
ungis vitnisburður Hóla, heldur var hún 1594 orðin að