Skírnir - 01.01.1947, Page 156
154
Björn Sigfússon
Skírnir
Græðir öldin rík, rjóð,
rauðan seiminn svipt nauð,
æðimikinn í sjóð
auðinn dregur lítt trauð,
sneyðir viða snöggt þjóð.
Snauðir missa lífs brauð.
Heiðri týnir Hárs fljóð,
hauðurs blífur makt dauð.
En Oddur sonur hans yrkir um Diðrik einokunarkaup-
mann í Húsavík, sem svo var lítillátur, að hann lét krakka
eftir sig í Köldukinn:
Diðrilc harðnar, dáð hrörnar,
drýgir okur, að þokar.
Vér látum. Hann hlýtur.
Hverfur mundr, skýzt stundum.
Kjör féllu, kaup hallast.
Kram spillist, fer illa.
Menn blindast, mát stendur,
magnast rán. Senn gránar.
Og Þórði verður að orði um blindnina hjá löndum
sínum:
Blindar margan blekkt lund,
blandast síðan vegsgrand.
Reyndar verður stutt stund,
að standa náir ísland.
Um 1600 var ekki stórum mannfærra á Islandi en á
Sturlungaöld, því að eftir pestir 15. aldar var hagurinn
nægilega góður til að leyfa öra mannfjölgun, sem bætti
í ættarskörðin. Færri en 60 þúsundir hafa íslendingar
a. m. k. ekki verið eða 1 á móti hverjum 6 eða 7 Norð-
mönnum. Afkoma almennings hafði þótt vera lík í Noregi
og hér, nema ísland væri Noregi betra, eins og Bjarni
Borgfirðingaskáld hafði um þetta leyti úr gömlum annál-
um. Norðmenn gerðu talsvert meira en tvöfaldast 1600-
1800, og íslendingar hefðu átt að geta það jafnt, ef þeir
hefðu fylgzt með Norðmönnum í efnalegri viðréttingu.