Skírnir - 01.01.1947, Page 159
Skírnir
Skáld og landshagir á 16. öld
157
Síðan fór á ringulrey
réttur á Isalandi.
Aldrei veit, nær Óðins mey
öll er drifin í sandi,
svo hverfi góss og gras
lýðnum —■ fyrir sín lymskuverk,
lygar og orðamas.
Trauðla finnst ein tungan merk.
Tryggðin er eins og glas.
Herranna er nú h-ugsun mest
að haga svo sínu valdi,
að komast megi undir kónginn flest
með klögun og sektargjaldi
eða kosta kroppsins pín, —•
að útarma svo sitt éigið land,
ætlun er það mín,
að eigi hafi það eftir grand
af öllum peningum sín.
En Hólafeðgar vörðu fénu eins höfðinglega og þeir öfl-
uðu þess. Þannig var Ari lögmaður, sem „engan hafði
undandrátt að efla sína þjóð“. Þó lofar Ólafur meir séra
Björn: „Hann var að réttu höfðinginn, það hermir vísan
mín“. Myndin af Birni minnir á Kolbein unga, en með því
skaplyndi vildu Skagfirðingar höfðingja eiga, og ekki var
Jón biskup mjög frábrugðinn kyni Ásbirninga. Herbún-
aður Hólafeðga kemur víða fram í kvæðinu. Hugsunin um
hann er hvarvetna undiralda þess, svo ríkt hefur það set-
ið í Ólafi, að hann var í liði þeirra ungur og gat barizt.
Hann talar um fylgdarsveina Björns á Melstað og laun,
sem hann veitti þeim, — sumum jarðeignir. — Til alþingis
fylgdu biskupi aldrei færri en tvö (stór) hundruð brynj-
aðra manna, og stundum voru þau þrjú. Hundrað vopn-
aðra manna fylgdi Birni á þing. „Skrautlegan tel eg þann
feðga flokk. Firn það þættu nú,“ segir Ólafur. Og eigi
þótti hirðstjóranum ráð að æmta né skræmta, þótt hann
fengi blóðnasir, þegar Ari lögmaður kastaði silfri í vitin
á honum og bað hann éta það, en 400 Norðlendingar stóðu
í fylking á eyrum Öxarár, til alls líklegir við hirðstjóra-
liðið.