Skírnir - 01.01.1947, Síða 161
Skírnir
Skáld og landshagir á 16. öld
159
Einar er andstæða Ólafs Tómassonar, maður hins lút-
erska tíma á allan hátt, þótt fæddur væri 1538 og hefði
ást á Maríu guðsmóður. Þjóðmálaskilning sýnir hánn
hvergi sérlegan, hvað þá mikinn söguskilning, en talar
skorinort og heiðarlega um það, sem hann veit. Hugvekja
heitir ádeilukvæði eftir hann, en Hugbót annað, með trúar-
legu sniði. Hugbót er ort 1568, og Hugvekja virðist mér
vera frá sama aldursskeiði hans. Sýsluvöld héraðsins hafði
Vigfús í Reykjahlíð keypt af konungi fyrir brennisteins-
námur (1563), en Nikulás, bróðir hans, fengið klaustur-
umboð Munka-Þverár. Verzlun með völd var algeng og
opinská um þessar mundir, en þetta dæmi var sérstakt
vegna þess feiknaverðmætis, sem námurnar höfðu verið,
og hins, að sýsluvöldin þurfti að taka af vinsælum höfð-
ingja héraðsgróinnar ættar, Magnúsi prúða, og eigi linna
fyrr, en honum var stökkt burt úr Norðurlandi. Þvílíkt
valdabrask tekur séra Einar ómjúkum tökum:
Pví skal valdsmenn vanda
og velja að heiðri sönnum
og hjartans hreinni trú
i slíku starfi standa:
stjórna kristnum mönnum.
Þó náist það ekki nú.
Með fénu taka nú flestir völdin kaupa.
Fær þau hver, sem meira vogar að raupa,
fyrir gull og háfui*, gjafirnar silfurstaupa.
Girnist margur í vandan sess að hlaupa.
Nú bið ég guð að náða
nákvæmd stjórnarmanna
og líta á laganna rétt:
Auður á öllu að ráða,
ísland má það sanna.
— Útvalin er engin stétt. —
Peningur leysir, peningur líka dæmir.
Peningur margan hófann heiðri sæmir.
Peningalausir plaga að kallast slæmir.
Peningagjaldið landið að gæðum tæmir.
Háttur þessa kvæðis er úr Heimsósóma Skáld-Sveins,