Skírnir - 01.01.1947, Page 163
Skírnir
Skáld og landshagir á 16. öld
161
ljósi á Heilræðavísur séra Jöns á Presthólum við Illuga
prestsefni, son sinn (Heilræðaríma, Blanda II) :
Yfirmann þinn ef aktar þú
að öllu sem þér hæri
og hlýðir honum af hreinni trú,
heillin með þér væri.
Yiljaleysið verkum í
verður oft að grandi,
óhlýðnin fær orkað því,
(að) eymd er nóg í landi.
Höfðingjanna hyllin trú
hjálpar oft úr vanda.
Bf fylgið þeirra fengir þú,
fastara mundir standa.
Eigir þú stríð við maktarmann,
máttu undan láta.
En veikum, þeirn sem vinnast kann,
vægðu í góðan máta.
Ekki dugir að hreykjast hátt
og hverjum þykjast meiri,
en hafa þó varla músar mátt.
Mega það sanna fleiri.
Samkvæmt þessu stafaði hungurdauði þúsundanna um
það leyti, sem kvæðið var ort, af óhlýðni þeirra við guð
og yfirvöld, og höfðingjahylli var aðalráðið til þess, að
þeim fáu gæti liðið vel, sem öðluðust hana. Þarna er 17.
aldar skilningur fullger, en þó kvað Hallgrímur Péturs-
son:
Varastu þig að reiða ríkt
á ríkismannanna hylli.
Tvenns konar siðferði þurfti að kenna, sitt fyrir hvora
stétt, og sr. Jón kennir samvizkusamlega undirstéttinni,
Sigfús talar við valdsmenn, en Einar við báða senn og er
jafnhlýtt til beggja aðila, sem vænta mátti af honum.
Sigfús er langfremstur þessara manna að skilningi og
11