Skírnir - 01.01.1947, Síða 168
166
Björn Sigfússon
Skírnir
Tekið skal fram, að jarðabók Á. M. og P. V. telur jarð-
irnar meir en fullsetnar með þessum fjárstofni 1708, þær
beri í raun réttri eigi meira en % þess kúafjölda, sem sé,
og % hluta sauðfjárins. Það bendir til, að á 17. öldinni
hafi menn um skeið vanizt enn minni bústofni á jörðun-
um. (Hross skipta ekki miklu máli í þessu sambandi, voru
ekki til átu og teljast aðeins 5 á býli að meðaltali um 1708,
en 6,7 árið 1930.)
Hér skal ekki lengra sótt í heimildir, en gengið frá því
sem gefnu, að í bernsku Sigfúsar Guðmundssonar hafi
þjóðarhagur verið góður í heild, en þeir verið nærri jafn-
aumir og í hallærum, sem í eymdina lentu. Nú kemur að
heimild hjá Magnúsi prúða í Rauðaskriðu. Hann orti
Pontusrímur 1564, og þar segir í mansöng:
Undir kóng og kirkju er
komið vort góss, en stirðna hót,
út af landi flýgur og fer,
fátæktin þar tekst á mót.
Allra gagn það undir gár,
ósamþykkið veldur því.
Enginn hirðir, hvernig stár
hagur þessu landi í.
Þegar kemur af sundi sér,
sjálfur þykist hólpinn sá,
hugsar ekki, hvernig fer
hans'landsmönnum eftir á.
Ólög þar fyrir aukast mörg
og illur vani landi á,
enginn vinnur bót né björg,
búinn játar hver sem má.
Álas það, að hver, sem ætti að vinna bót og björg, sé
reiðubúinn að játa öllum ólögum, vísar ef til vill sérstak-
lega til Stóradóms, sem höfuðsmaður hafði þröngvað al-
þingi til að dæma það sumar og auka enn konungstekjur
með því. Afhending brennisteinsnámanna ári fyrr var