Skírnir - 01.01.1947, Síða 171
Skírnir
Skáld og landshagir á 16. öld
109
Svalbarðsmenn áttu handrit með íslenzkum bókmennt-
um, og Magnús gerðist hinn mesti bókasafnari v;ð aldur,
er hann var til Vestfjarða kominn. Ekki fyrnir hann mál
sitt. En frá bókum hans gæti það stafað, að Sigfús er oft
nokkuð forn. Annars hefur víst Sigfús lært sumt hið
gamla af Jóni Arasyni.
En hvaðan er Sigfúsi kominn andi uppreisnar í þjóð-
félagsmálum? Hefur flökkustúdentinn Magnús frá Sval-
barði orðið snortinn óróakenningum þessa tíma í Þýzka-
landi og sáð þeim frá sér eftir heimkomuna? Þá hafði
Sigfús skaplyndið til að taka móti þeim og yrkja bert og
djarft, en Magnús hóglætið til að fara vægilegar með
ádeilu, enda lét líða 14 ár til þess, er hann kvað rímur
sínar, og naut þjóðfélagsstöðu, sem stýrði hugsun hans.
Staðarhóls-Páll, bróðir hans, hefur orðið fyrir miklum
bókmenntaáhrifum í Þýzkalandsdvöl og Magnús ef til vill
engu síður, þótt hann tempri áhrifin svo með skapi sínu,
að þau þekkjast síður.
Fátíðir, fjölbreyttir hættir, orðgnótt og myndríkur stíll
eru samkenni þessara skálda frá Svalbarðsströnd. Ekki
varða þau efni þessa grein, og skyldleikur í list er annað
en skoðanatengsl og þjóðmálaheimildir. Merkilegt væri
þó að rannsaka í heild hin erlendu áhrif, sem verkuðu á
skáldskap og skoðanir á 16. öld fyrir utan Lúterstrú. Þá
mundi að minnsta kosti sjást, að varðveizla þjóðmenn-
ingar var ekki tómri einangrun að þakka.
Þjóðin fékk ekki spornað við örlögum sínum á 16. öld,
þótt hún ætti vitra menn. Hún stóð sigruð, en að vísu ekki
fótum troðin enn. Þess vegna gat hún sætt sig við böl sitt
í bili með sama geði og Magnús gerði í Pontusrímum:
Þá veitir blítt, má vænta stritt
vefji oss sorgarböndum.
I dag er mér, á morg'un þér
meingjörð vís fyrir höndum.