Skírnir - 01.01.1947, Page 173
Andrés Björnsson
Um Skikkjurímur
Hér verður greint nokkuð frá gömlum rímum, einum
af mörgum, sem ortar eru út af efni riddarasagna. Rímur
þessar fjalla um nokkuð sérstætt efni, töfraskikkju, sem
fer vel hreinlífum konum, en öðrum miður, og er reynd
við konungshirð eina. Efnið er gamansamt, og fer rímna-
skáldið frjálslega með það, en ekki hlýðir að rekja það hér
alls kostar með nákvæmni rímnaskáldsins, enda er þess
ekki þörf.
Útgáfur og handrit.
Skikkjurímur voru fyrst prentaðar í Lundi árið 1877
ásamt Möttulssögu, sem rímurnar eru ortar eftir, og
franska kvæðinu Le mantel mautaillié, en eftir því kvæði
er sagan þýdd. Að þessari útgáfu stóðu þeir Gustav Ceder-
schiöld og F. A. Wulff. Seinna komu svo rímurnar út í
Rímnasafni Finns Jónssonar.
Elzta handrit af Skikkjurímum er frá því um 1500
(Wolfenbuttel), önnur tvö yngri pappírshandrit eru til af
þeim. Cederschiöld þekkti Wolfenbuttel og annað pappírs-
handritið, en það taldi hann vera frá lokum 17. aldar. í
það handrit vantar nokkuð, og vísnaröðin er öll brengluð.
Lagði hann því WTolfenbúttel til grundvallar útgáfu sinni
af rímunum, en notaði þó hitt lítið eitt.
Þegar Finnur Jónsson gaf út rímnasafn sitt, fór hann
hins vegar alveg eftir öðru pappírshandriti, sem Ceder-
schiöld þekkti ekki. Það handrit er í Árnasafni (Acc. 22).
Rímnaútgáfurnar greinir nokkuð á um orðalag, en ekki
teljandi um efni, nema hvað tvær vísur eru umfram í