Skírnir - 01.01.1947, Page 175
Skívnir
Um Skikkjurímur
173
ingu sína álnar háa. Til veizlunnar sótti einnig 300 vetra
hæruskotinn öldungur; ásamt honum voru 100 skrámleitir
síðskeggjar og kona hans há og digur og hnigin að aldri.
— Smámeyjaland er undrastaður. Þar er fólkið ungt og
skegglaust. Einnig það kemur til þessarar veizlu.
Eftir að rætt hefur verið um þessa undarlegu þjóð-
flokka, getur ríman ónafngreindra kóngsdætra og jarla
og tekur fram, að veizlan hafi verið haldin á hvítasunnu.
— Jörðin skelfur, þegar menn konungs ríða að. Talin eru
upp þau hljóðfæri, sem leikið er á til skemmtunar gest-
unum.
Mjöður og mámasi (malvoisie?) er á borðum í höll
Artús konungs, en enginn fékk mungát. Um íþróttir hirð-
manna segir ríman, að þeir skutust á sköftum og þungum
steinum, tefldu eða tókust á (glímdu) og dönsuðu.
Nú líður að matmáli sjálfan hvítasunnudaginn, og bor-
ið hefur verið á borð. Um vistirnar í höll konungs segir
rímnaskáldið:
Sæmiligt var að súpa kál
í siklings ranni breiða.
Allar tíðir hafa verið sungnar, en konungur kemur eigi
til borðs. Drottningin, sem er orðin svöng, lætur Valvin
grennslast eftir, hverju þetta sæti, en kóngur er önugur
og segir:
„Hvar sáttu mig hrapa til borðs,
svo hefða eg öngvar fréttir?"
Þegar allt er þannig komið í öngþveiti í kóngsgarði, ríð-
ur maður út úr skóginum.
Efni annarrar rímu.
Artús kóngur sat í Jarmóð og allir sultu. Þá kom mað-
ur ríðandi svörtum hesti og stefndi til konungshallar.
Hestur hans var gullskóaður, og söðullinn kostar sextíu
pund. Þetta er fagur sveinn, bjarthærður, ljósklæddur og
tungumjúkur, og hann biður hirðmennina að vísa sér til
konungs. ívent riddari vísar honum til konungsins.